Telur franska krúttstílinn verða áberandi

Diljá Ólafsdóttir telur að franskur krúttstíll verði vinsæll í sumar.
Diljá Ólafsdóttir telur að franskur krúttstíll verði vinsæll í sumar. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Diljá Ólafs­dótt­ir er ann­ar eig­anda fata­versl­un­ar­inn­ar Fou22 og er því í kring­um föt nán­ast alla daga. Hún býst við að vor- og sum­ar­tísk­an verði kven­leg og róm­an­tísk.

„Þetta er stund­um kallað French-cute. Við eig­um eft­ir að sjá ferska liti og létt efni eins og silki, gegn­sætt efni og blúndu. Bux­ur verða með fal­leg­um prentuðu mynstri og það verður mikið um háls­klúta, vesti og fal­leg smá­atriði,“ seg­ir Diljá um sum­ar­tísk­una.

„Við þetta bland­ast tíma­laus­ar, klass­ísk­ar og fágaðar flík­ur sem sam­an mynda skemmti­lega blöndu af kven­leg­um og karl­manns­leg­um lín­um.“

En hvaða lit­ir verða áber­andi?

Ég held að nátt­úru­leg­ir lit­ir verði áfram vin­sæl­ir og komi til með að verða hlý­legri með hækk­andi sól. Í staðinn fyr­ir drapp­litaða tóna erum við að fara meira yfir í ljós­brúna. Ljós­ir pastellit­ir ein­kenna vorið og sum­arið og við eig­um eft­ir að sjá ljósgul­an, blá­an og bleik­an ein­kenna fatnað og fylgi­hluti. Svo er bara að blanda öllu sam­an þannig að úr verða skraut­leg­ar sam­setn­ing­ar lita og mynst­urs sem kem­ur á óvart.“

Fjár­fest­ir þú í ein­hverju á síðasta ári sem verður áber­andi í ár?

„Mér dett­ur fyrst í hug Cala Jade Misu-task­an sem sést víða í Skandi­nav­íu en á enn eft­ir að koma sterk inn hér á landi,“ svar­ar hún. „Svo er það ull­ar­vestið mitt frá Nue Notes. Það er löngu upp­selt en við eig­um eft­ir að sjá meira og meira af sæt­um peys­um og vest­um í frönsk­um stíl.

Ert þú búin að ákveða að fá þér eitt­hvað fyr­ir vorið?

„Mig dreym­ir um ljós­brúna tví­hneppta dragt frá Birgitte Her­skind en hún er frá­bær hönnuður og klæðskeri. Allt sem kem­ur frá henni er svo vel sniðið.“

Hvað með fylgi­hluti eins og skó, ertu með ein­hverja í huga sem þig dreym­ir um?

„Ég sé fyr­ir mér að klæðast fal­leg­um, fléttuðum balle­rín­um frá Angul­us.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda