Stóð nánast kviknakin á rauða dreglinum

Frazer Harrison/Afp

Grammy-verðlauna­hátíðin fór fram í 67. sinn í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um í gær­kvöldi. Það er ávallt mik­il eft­ir­vænt­ing eft­ir því hverju stjörn­urn­ar klæðast og flest­ir tískumiðlar heims fylgj­ast vel með.

Ástr­alska fyr­ir­sæt­an Bianca Censori, kær­asta rapp­ar­ans og lista­manns­ins Kanye West, virðist þó hafa gleymt föt­un­um heima. Parið gekk rauða dreg­il­inn hlið við hlið og fyrst um sinn var Censori klædd í síðan svart­an pels. Þegar ljós­mynd­ar­ar tóku að mynda þau lét hún pels­inn falla til jarðar og und­ir hon­um var hún aðeins klædd í gegn­sætt, þunnt mesh-efni sem skildi lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið. Censori stóð eft­ir nán­ast kviknak­in. At­vikið hef­ur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags- og fréttamiðlum víða um heim.

Censori hef­ur verið þekkt fyr­ir að ögra með fata­stíln­um og klæðist oft mjög efn­is­litl­um fatnaði. West var klædd­ur í svart­an stutterma­bol, svart­ar bux­ur, með sólgler­augu og í svört­um skóm.

Rétt eftir að Censori losaði sig við pelsinn.
Rétt eft­ir að Censori losaði sig við pels­inn. Frazer Harri­son/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda