Tískan við þingsetninguna

Þingmenn mættu í sínum fínustu fötum.
Þingmenn mættu í sínum fínustu fötum. Samsett mynd

Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti í gær 156. löggjafarþing Íslendinga. Þingmenn voru mættir í sínu fínasta pússi en urðu að taka mið af snjókomunni við fatavalið.

Íslenski þjóðbúningurinn var áberandi en hann varð fyrir valinu hjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Höllu Hrund Logadóttur, Kolbrúnu Áslaugar Baldursdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Það vakti athygli að lítið var um svarta litinn. Það voru litir eins og sægrænn, ljósbrúnn og vínrauður sem tóku yfir og vetrarhvítu ullarsjölin sem komu sér vel í veðrinu.

Vetrarhvítt er góð tilbreyting frá svarta litnum.
Vetrarhvítt er góð tilbreyting frá svarta litnum. mbl.is/Karítas
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddist glæsilegum brúnum kjól með flæðandi ermum …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddist glæsilegum brúnum kjól með flæðandi ermum og Gucci-veski. mbl.is/Karítas
María Rut Kristinsdóttir klæddist ljósmokkabrúnni skyrtu við sægrænt pils og …
María Rut Kristinsdóttir klæddist ljósmokkabrúnni skyrtu við sægrænt pils og ljósbrún stígvél. mbl.is/Karítas
Alma Möller hélt sig við uppáhaldslitinn, vínrauðan, og klæddist honum …
Alma Möller hélt sig við uppáhaldslitinn, vínrauðan, og klæddist honum frá toppi til táar. Arna Lára Jónsdóttir klæddist sægrænum mynstruðum kjól frá Hildi Yeoman. mbl.is/Karítas
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í þjóðbúningnum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í þjóðbúningnum. mbl.is/Karítas
Ásthildur Lóa Þórsdóttir klæðist prjónuðu sjali við vínrautt pils. Kristrún …
Ásthildur Lóa Þórsdóttir klæðist prjónuðu sjali við vínrautt pils. Kristrún Frostadóttir klæddist ljósbrúnni kápu. mbl.is/Karítas
Halla Hrund Logadóttir í þjóðbúningnum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir …
Halla Hrund Logadóttir í þjóðbúningnum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í stílhreinum bol og bláum buxum.
Gula kápa Þórdísar vakti mikla athygli.
Gula kápa Þórdísar vakti mikla athygli. mbl.is/Karítas
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir klæðist þjóðbúningnum. Jón Gnarr klæddist ullarjakkafötum með …
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir klæðist þjóðbúningnum. Jón Gnarr klæddist ullarjakkafötum með vesti og var með ljósblátt bindi við.
Rósa Guðbjartsdóttir blandaði saman ljósbláum og dökkbrúnum á skemmtilegan hátt.
Rósa Guðbjartsdóttir blandaði saman ljósbláum og dökkbrúnum á skemmtilegan hátt. mbl.is/Karítas
Guðrún Hafsteinsdóttir í þjóðbúningnum og Diljá Mist Einarsdóttir klæddist prjónaðri …
Guðrún Hafsteinsdóttir í þjóðbúningnum og Diljá Mist Einarsdóttir klæddist prjónaðri peysu og buxum frá Hildi Yeoman. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda