Tískan við þingsetninguna

Þingmenn mættu í sínum fínustu fötum.
Þingmenn mættu í sínum fínustu fötum. Samsett mynd

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands setti í gær 156. lög­gjaf­arþing Íslend­inga. Þing­menn voru mætt­ir í sínu fín­asta pússi en urðu að taka mið af snjó­kom­unni við fata­valið.

Íslenski þjóðbún­ing­ur­inn var áber­andi en hann varð fyr­ir val­inu hjá Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, Höllu Hrund Loga­dótt­ur, Kol­brúnu Áslaug­ar Bald­urs­dótt­ur og Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur.

Það vakti at­hygli að lítið var um svarta lit­inn. Það voru lit­ir eins og sægrænn, ljós­brúnn og vín­rauður sem tóku yfir og vetr­ar­hvítu ull­ar­sjöl­in sem komu sér vel í veðrinu.

Vetrarhvítt er góð tilbreyting frá svarta litnum.
Vetr­ar­hvítt er góð til­breyt­ing frá svarta litn­um. mbl.is/​Karítas
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddist glæsilegum brúnum kjól með flæðandi ermum …
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir klædd­ist glæsi­leg­um brún­um kjól með flæðandi erm­um og Gucci-veski. mbl.is/​Karítas
María Rut Kristinsdóttir klæddist ljósmokkabrúnni skyrtu við sægrænt pils og …
María Rut Krist­ins­dótt­ir klædd­ist ljósmokka­brúnni skyrtu við sægrænt pils og ljós­brún stíg­vél. mbl.is/​Karítas
Alma Möller hélt sig við uppáhaldslitinn, vínrauðan, og klæddist honum …
Alma Möller hélt sig við upp­á­halds­lit­inn, vín­rauðan, og klædd­ist hon­um frá toppi til táar. Arna Lára Jóns­dótt­ir klædd­ist sægræn­um mynstruðum kjól frá Hildi Yeom­an. mbl.is/​Karítas
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í þjóðbúningnum.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir í þjóðbún­ingn­um. mbl.is/​Karítas
Ásthildur Lóa Þórsdóttir klæðist prjónuðu sjali við vínrautt pils. Kristrún …
Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir klæðist prjónuðu sjali við vín­rautt pils. Kristrún Frosta­dótt­ir klædd­ist ljós­brúnni kápu. mbl.is/​Karítas
Halla Hrund Logadóttir í þjóðbúningnum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir …
Halla Hrund Loga­dótt­ir í þjóðbún­ingn­um og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir í stíl­hrein­um bol og blá­um bux­um.
Gula kápa Þórdísar vakti mikla athygli.
Gula kápa Þór­dís­ar vakti mikla at­hygli. mbl.is/​Karítas
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir klæðist þjóðbúningnum. Jón Gnarr klæddist ullarjakkafötum með …
Kol­brún Áslaug­ar Bald­urs­dótt­ir klæðist þjóðbún­ingn­um. Jón Gn­arr klædd­ist ull­ar­jakka­föt­um með vesti og var með ljós­blátt bindi við.
Rósa Guðbjartsdóttir blandaði saman ljósbláum og dökkbrúnum á skemmtilegan hátt.
Rósa Guðbjarts­dótt­ir blandaði sam­an ljós­blá­um og dökk­brún­um á skemmti­leg­an hátt. mbl.is/​Karítas
Guðrún Hafsteinsdóttir í þjóðbúningnum og Diljá Mist Einarsdóttir klæddist prjónaðri …
Guðrún Haf­steins­dótt­ir í þjóðbún­ingn­um og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir klædd­ist prjónaðri peysu og bux­um frá Hildi Yeom­an. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda