Hefur gengið illa og hættir eftir ár

Það hefur gengið illa hjá Gucci síðustu ár.
Það hefur gengið illa hjá Gucci síðustu ár. Henry Nicholls/Afp

Sabato De Sarno er hættur sem listrænn stjórnandi Gucci eftir tveggja ára tímabil. Þetta kom í fréttatilkynningu frá ítalska tískuhúsinu. 

Hönnunarteymi hússins mun sjá um að kynna haust- og vetrarlínu hússins fyrir árið 2025 sem sýnd verður á tískuvikunni í Mílanó í febrúar. 

„Ég vil þakka Sabato fyrir ástríðuna sem hann sýndi í starfinu. Við höfum metið það mikils hvernig hann heiðraði handverk og arfleið Gucci með slíkri skuldbindingu,“ sagði Stefano Cantino, forstjóri Gucci.

Stærsta merki Kering

Sala hefur dregist saman um 25% sem hefur haft mikil áhrif á móðurfélag tískuhússins, Kering, en Gucci er þeirra stærsta merki. 

Hinn ítalski De Sarno kom til tískuhússins frá Valentino. Hann hefur einnig starfað hjá Dolce & Gabbana og Prada. Tilkynnt verður um nýjan listrænan stjórnanda innan tíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda