„Mér þykir undur vænt um hann“

Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mblis/Karítas

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra klædd­ist 20. ald­ar þjóðbún­ingi við þing­setn­ingu Alþing­is sem fram fór á þriðju­dag­inn var. Þor­gerður fékk bún­ing­inn að gjöf frá for­eldr­um sín­um þegar hún var kjör­in á þing árið 2000. 

„Bún­ing­ur­inn er frá ömmu Þor­gerði en hún lést 34 ára árið 1940,“ seg­ir Þor­gerður Katrín í sam­tali við Smart­land. Þor­gerður Jóseps­dótt­ir var föður­amma Þor­gerðar Katrín­ar og var fædd 1905 og ættuð úr Kefla­vík. Faðir Þor­gerðar Katrín­ar, Gunn­ar Eyj­ólfs­son heit­inn, sem var landsþekkt­ur leik­ari geymdi bún­ing­inn vel þangað til Þor­gerður Katrín eignaðist hann. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir klæddist þjóðbúningi ömmu sinnar á þingsetningu Alþingis …
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir klædd­ist þjóðbún­ingi ömmu sinn­ar á þing­setn­ingu Alþing­is síðasta þriðju­dag. Inga Sæ­land er hér fyr­ir aft­an hana. mbl.is/​Karítas
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra fékk búninginn að gjöf árið 2000.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra fékk bún­ing­inn að gjöf árið 2000. mbl.is/​Karítas

Þor­gerður Katrín seg­ir að henni þyki ofur vænt um bún­ing­inn en Þor­gerður amma henn­ar átti allt sem til þurfti; silfrið, erma­hnappa, eyrna­lokka og sylgju. 

„Pabbi varðveitti bún­ing­inn og það þurfti að gera þetta upp,“ seg­ir Þor­gerður. Bún­ing­ur­inn var saumaður upp aft­ur en pils Þor­gerðar ömmu var ónýtt og því þurfti að sauma nýtt pils svo bún­ing­ur­inn væri not­hæf­ur.

„Mér þykir und­ur vænt um hann,“ seg­ir Þor­gerður Katrín um bún­ing­inn.

Hún vígði bún­ing­inn árið 2000 þegar Kristni á Íslandi fagnaði 1000 ára af­mæli.

„Ég er þakk­lát mömmu og pabba að hafa gætt hans svona vel. Ég er mjög stolt af þess­um upp­hlut,“ seg­ir Þor­gerður Katrín og bæt­ir því við að hún sé ánægð hvað upp­hlut­ur­inn sé vin­sæll þessa dag­ana en eins og mátti sjá á þing­setn­ingu Alþing­is mættu nokkr­ar þing­kon­ur í þjóðbún­ing­um. 

Árið 2004 rataði þjóðbún­ing­ur Þor­gerðar Katrín­ar í frétt­ir þegar hún var í bol inn­anund­ir upp­hlutn­um. Bol­ur­inn var hannaður af Rögnu Fróðadótt­ur hönnuði en íhalds­sam­ir lýstu yfir óánægju sinni með þenn­an gjörn­ing. Svona út frá smart­heit­um þá hef­ur upp­runa­lega þjóðbún­inga­skyrt­an vinn­ing­inn enda tölu­vert meira el­eg­ant en bol­ur­inn - með fullri virðingu fyr­ir hönn­un Rögnu Fróðadótt­ur. 

Hér er Þorgerður Katrín árið 2004 þegar Þjóðminjasafn Íslands var …
Hér er Þor­gerður Katrín árið 2004 þegar Þjóðminja­safn Íslands var opnað form­lega eft­ir end­ur­bæt­ur. Þá var hún í bol und­ir og fékk skamm­ir í hatt­inn fyr­ir. Með henni á mynd­inni eru Davíð Odds­son þáver­andi for­sæt­is­ráðherra og Mar­grét Hall­gríms­dótt­ir sem þá var þjóðminja­vörður. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
Forsetahjónin, menntamálaráðherra og þjóðminjavörður ásamt dönskum starfsbróður sínum virða fyrir …
For­seta­hjón­in, mennta­málaráðherra og þjóðminja­vörður ásamt dönsk­um starfs­bróður sín­um virða fyr­ir sér út­skor­inn Grund­ar­stól Ara Jóns­son­ar lög­manns sem talið er að hafi verið geymd­ur í Grund­ar­kirkju ásamt öðrum stól í eigu syst­ur Ara, Þór­unn­ar, sem er í safn­inu. Mynd­in var tek­in 2004. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
Kristrún og Þorgerður Katrín.
Kristrún og Þor­gerður Katrín. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda