Verstu kaupin yfirleitt tengd sundfötum

Sigríður Sunneva Eggertsdóttir flutti til Kaupmannahafnar til að stunda nám …
Sigríður Sunneva Eggertsdóttir flutti til Kaupmannahafnar til að stunda nám fyrir um tveimur árum síðan. Samsett mynd

Sig­ríður Sunn­eva Eggerts­dótt­ir, oft­ast kölluð Sunn­eva, hef­ur verið bú­sett í Kaup­manna­höfn í tvö ár. Hún flutti upp­haf­lega til Dan­merk­ur til að hefja meist­ara­nám við Copen­hagen Bus­iness School í stjórn­un skap­andi viðskipta­ferla eft­ir að hafa lokið við viðskipta­fræði í Há­skól­an­um í Reykja­vík. 

Ásamt nám­inu hef­ur hún starfað hjá versl­un­inni Ill­um og sinn­ir markaðsmá­l­um í fjar­vinnu. Hún seg­ist alltaf hafa haft mik­inn áhuga á tísku. 

„Tísku­áhug­inn hef­ur klár­lega magn­ast eft­ir að ég flutti út og byrjaði að vinna í tísku­sen­unni. Ég gæti ekki verið ánægðari með námið sem ég lauk síðasta sum­ar, það opnaði svo marg­ar dyr og kynnti mig fyr­ir fólki sem ég get kallað bestu vini mína í dag,“ seg­ir Sunn­eva. 

Ferðalög munu ein­kenna 2025

Hvað er á döf­inni hjá þér á nýju ári?

„Það er margt á döf­inni fyr­ir árið 2025 og ég get ekki trúað öðru en að þetta verði frá­bært ár. Stór ástæða þess að ég flutti til Dan­merk­ur var að ferðast meira og kynn­ast mis­mun­andi menn­ing­ar­heim­um. Ævin­týrið held­ur áfram þar sem ég er nú þegar búin að setja sam­an þó nokk­ur ferðaplön fyr­ir árið 2025. Þar með talið er Búdapest, Spánn, Ástr­al­ía og Jap­an. Svo eru að sjálf­sögðu ferðir til Íslands þar með í pakk­an­um líka.“

Hún er ný­flutt inn í íbúð í Nor­re­bro-hverf­inu og hef­ur verið að koma sér fyr­ir síðustu vik­ur. „Það er ynd­is­legt. Ég hlakka mikið til að kynn­ast hverf­inu bet­ur þar sem það er enda­laust af sæt­um kaffi­hús­um, vinta­ge-búðum og veit­inga­stöðum í göngu­færi. Einnig er pila­tes-stúd­íó rétt hjá íbúðinni okk­ar sem hef­ur verið nýj­asta æðið hjá mér þessa dag­ana.“

Sunn­eva ætl­ar sér að setja fyr­ir sig nýj­ar áskor­an­ir á ár­inu. „Það hef­ur verið svo skemmti­legt að vinna hjá Ill­um. Ég starfa með frá­bæru fólki sem veit­ir mér svo mik­inn inn­blást­ur þegar kem­ur að tísku. Árið 2025 lang­ar mig að byrja að vinna í hug­mynd­um sem ég hef verið að spá í lengi. Þetta verður klár­lega spenn­andi ár.“

Sunneva er hvött áfram í vinnunni til að prófa sig …
Sunn­eva er hvött áfram í vinn­unni til að prófa sig áfram með sinn per­sónu­lega fata­stíl. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Tískuáhuginn hefur magnast eftir að hún fór að vinna í …
Tísku­áhug­inn hef­ur magn­ast eft­ir að hún fór að vinna í tísku­sen­unni í Ill­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvernig mynd­ir þú lýsa fata­stíln­um þínum? 

„Ég myndi segja að fata­stíll­inn minn sé mjög breyti­leg­ur og fer voða eft­ir því hvaða tíma­bili ég er á. Al­mennt myndi ég segja að ég hall­ast að föt­um sem eru þægi­leg og nokkr­um núm­er­um of stór á mig. Ég legg mikla áherslu á að kaupa gæðaflík­ur sem end­ast vel og ég veit að ég fæ ekki leið á strax. Ég hef verið að leika meira með liti síðustu ár eft­ir að hafa verið vön að vera alltaf bara í svörtu. Til að taka það sam­an snýst það bara voða mikið um hvaða stuði ég er í frek­ar en eitt­hvað eitt fag­ur­fræðilegt.“

Hvernig klæðir þú þig dags­dag­lega? 

„Það sem er svo frá­bært við Ill­um að það er í raun­inni eng­in ein regla þegar kem­ur að klæðaburði. Við erum hvött til að klæða okk­ur eft­ir eig­in stíl til að veita kúnn­um og sam­starfs­mönn­um inn­blást­ur. Það hef­ur haft gíf­ur­leg áhrif á hvernig stíll­inn minn hef­ur þró­ast síðustu ár og mér finnst fátt skemmti­legra en að gera mig til fyr­ir vinn­una.

Suma daga er ég í meira „Office-core“-stuði þar sem ég er í stór­um blazer-jakka eða skyrtu við jakkafata­bux­ur. Aðra daga er ég í meira götustílsstuði þar sem ég er meira í flík­um eins og víðum galla­bux­um eða parachute-bux­um, skyrt­um, víðum bol­um og/​eða polo-bol­um. Ég hef unnið mikið með merkja­vöru síðustu ár og finnst mér því ein­stak­lega gam­an að setja hæla­skó við föt sem maður hefði ekki endi­lega parað hæla við.“

Hef­ur starfið þitt áhrif á hvers­dags­leg­an klæðnað?

„Já, klár­lega. Eins og ég nefndi áðan erum við hvött til að prófa okk­ur áfram og láta per­sónu­leik­ann skína í gegn­um fata­stíl­inn. Ekki nóg með það en þá eru all­ir svo dug­leg­ir að hrósa og hvetja í vinn­unni og það bygg­ir klár­lega upp sjálfs­ör­yggið.“

Sunneva er hrifin af Kaupmannahöfn og er nýflutt í nýja …
Sunn­eva er hrif­in af Kaup­manna­höfn og er ný­flutt í nýja íbúð. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

En þegar þú ert að fara eitt­hvað fínt? 

„Þegar ég er að fara eitt­hvað fínt finnst mér mjög gam­an að fara alla leið. Þessa dag­ana hef ég verið að vinna mikið með síð pils við boli eða sæta kjóla við flotta hæla­skó. Ég er svo al­veg eins og hún amma mín Sig­ríður Kol­beins­dótt­ir sem var alltaf skín­andi af glingri þegar hún fór eitt­hvað fínt. Eins og amma er ég alltaf með fullt af eyrna­lokk­um, hring­um og arm­bönd­um. Ég set svo hárið oft­ast upp í snúð og þá er ég til­bú­in.“

Sunnevu finnst gaman að fara alla leið í klæðaburði fyrir …
Sunn­evu finnst gam­an að fara alla leið í klæðaburði fyr­ir fínni til­efni. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Ljósu rúskinnsstígvélin frá Gia Borghini eru í miklu uppáhaldi.
Ljósu rúskinns­stíg­vél­in frá Gia Borg­hini eru í miklu upp­á­haldi. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Fyr­ir hverju fell­ur þú oft­ast?

„Ég fell fyr­ir mjög mörgu ef ég á að segja eins og er. Ég horfi mikið á lög­un, hvernig flík­in mót­ast að lík­am­an­um, sem og efn­in í flík­inni. Það skipt­ir miklu fyr­ir mér þegar ég er að setja sam­an dress. Ég elska brún­ar litap­all­ett­ur sem og skemmti­leg mynstur og áferðir. Í raun­inni þegar ég horfi á flík þá er þetta svona „ég veit þegar ég veit“ hvort að hún sé minn stíll eða ekki.“

Bestu fata­kaup­in?

„Ég keypti skyrtu frá Stockholm Surf­bo­ard Club um dag­inn og ég er búin að nota hana svo oft. Hún er mjög fal­lega köfl­ótt með brúnni, bleikri og gulri lita­sam­setn­ingu. Ég elska lit­ina og sniðið. Ann­ars er mjög erfitt að velja eina upp­á­halds flík þar sem það eru svo marg­ar flík­ur í skápn­um mín­um sem ég elska. Ég verð líka að nefna stóru galla­bux­urn­ar mín­ar frá Jaded London sem ég keypti á Vin­ted. Ég nota þær við flestalla topp­ana mína og para dressið síðan sam­an með sæt­um kisu­hæla­skóm.“

Verstu fata­kaup­in? 

„Verstu fata­kaup­in mín hafa í gegn­um tíðina meira verið tengd sund­föt­um og skóm. Ég er á milli stærða í skóm þannig hef oft brennt mig á því að kaupa annaðhvort of lít­il eða of stór núm­er. Sama gegn­ir með sund­föt. Mér hef­ur alltaf þótt erfitt að finna snið sem fara mér vel og hef ég því oft séð eft­ir kaup­um þar.“

Sunneva starfar við tísku í Illum.
Sunn­eva starfar við tísku í Ill­um. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Hún er dugleg að kaupa sér notaða hönnunarvöru.
Hún er dug­leg að kaupa sér notaða hönn­un­ar­vöru. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Flest há­tísku­merk­in í vinn­unni

Upp­á­halds­fylgi­hlut­ir?

„Upp­á­halds­skórn­ir í skápn­um mín­um eru Gia Borg­hini-stíg­vél­in mín sem eru sand­lituð úr rúskinni og Mai­son Margiela Tabi-sling­back-hæla­skórn­ir mín­ir úr lökkuðu leðri.“

Áttu þér upp­á­halds­merki - eða búðir til að versla í?

„Ég fæ mik­inn inn­blást­ur í vinn­unni þar sem að við erum með flest­öll há­tísku­merk­in. Ég versla hins veg­ar mest á Vin­ted þar sem er hægt að finna svo mikið úr­val af ótrú­lega flott­um vinta­ge-flík­um frá flest­öll­um merkj­um. Upp­á­halds­merk­in hjá mér þessa dag­ana eru lík­leg­ast Acne Studi­os, Jil Sand­er, Oval Square og Entire Studi­os.“

Áttu þér upp­á­halds­liti?

„Ég hef í raun­inni aldrei getað svarað þess­ari spurn­ingu. Ég á mér ekki upp­á­halds­lit en það eru klár­lega sum­ir lit­ir sem ég myndi ekki klæðast af því þeir fara mér bara alls ekki vel, eins og dökkrauður til dæm­is.“

Sunneva er mjög mikið fyrir brúnar litapallettur, skemmtileg mynstur og …
Sunn­eva er mjög mikið fyr­ir brún­ar litap­all­ett­ur, skemmti­leg mynstur og áferðir. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Tabi-skórnir frá Maison Margiela eru í miklu uppáhaldi enda fræg …
Tabi-skórn­ir frá Mai­son Margiela eru í miklu upp­á­haldi enda fræg og klass­ísk hönn­un. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvað er á óskalist­an­um þínum? 

„Mig lang­ar í flestallt úr línu 9 frá fata­merk­inu Entire Studi­os. Þau eru svo ótrú­lega klár að vinna með fal­leg­ar litap­all­ett­ur og snið. Það væru flík­ur sem ég myndi eiga í lang­an tíma. Ég hef einnig verið á hött­un­um eft­ir fal­legri kápu í þó nokkuð lang­an tíma en ein­hvern veg­inn finn ég aldrei neina sem tal­ar full­kom­lega til mín.“

Hvaðan sæk­ir þú inn­blást­ur þegar þú set­ur sam­an föt? 

„Ég sæki mik­inn inn­blást­ur frá fólk­inu í kring­um mig. Vin­kon­ur mín­ar klæða sig all­ar svo vel sem og vin­ir mín­ir í vinn­unni. Einnig gæti ég eytt tím­un­um sam­an á Pin­t­erest til að fá fata­hug­mynd­ir og ég sæki mjög mik­inn inn­blást­ur þangað líka. Ég fæ svo auðvitað líka voða mik­inn inn­blást­ur frá sam­fé­lags­miðlum eins og In­sta­gram og Tikt­ok.“

Ef pen­ing­ar væru ekki vanda­mál, hvað mynd­ir þú kaupa þér? 

„All­an óskalist­ann minn! Og fal­legt mál­verk í nýju stof­una okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda