Blússa Kristrúnar er frá frönsku tískuhúsi

Skyrtan er klassísk, svört og ljósbrún með blómamynstri.
Skyrtan er klassísk, svört og ljósbrún með blómamynstri. Samsett mynd

Vorið er aug­ljós­lega hand­an við hornið hjá Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra sem klædd­ist þunnri blóma­blússu frá franska merk­inu Isa­bel Mar­ant Étoile á rík­is­stjóra­fundi á dög­un­um. Blúss­unni hneppti hún al­veg upp að hálsi og klædd­ist svört­um upp­há­um dragt­ar­bux­um við.

Þau sem hrif­in eru af skyrt­unni verða þó fyr­ir von­brigðum en hún var keypt fyr­ir nokkr­um árstíðum síðan og er ekki leng­ur til hjá Isa­bel Mar­ant Étoile. Hins veg­ar er þetta klass­ísk flík frá merk­inu sem kem­ur í mis­mun­andi mynstri á hverju ári. Isa­bel Mar­ant er þekkt fyr­ir töffara­leg­an og frjáls­an bóhem­fatnað.

Flík­ina henn­ar Kristrún­ar má versla á end­ur­sölusíðunum Isa­bel Mar­ant Vinta­ge og Vestiaire Col­lecti­ve en þar er ein skyrta til í stærðinni 36/​S og kost­ar rúm­ar 11 þúsund krón­ur. Skyrt­an er úr 100% viskói.

Kristrún hneppti skyrtunni upp í háls.
Kristrún hneppti skyrt­unni upp í háls. mbl.is/​Eyþór
Skyrtan er til á endursölusíðunni Vestiaire Collective og á Isabel …
Skyrt­an er til á end­ur­sölusíðunni Vestiaire Col­lecti­ve og á Isa­bel Mar­ant Vinta­ge.

Vænt­an­legt til lands­ins

Isa­bel Mar­ant er einn þekkt­asti fata­hönnuður Frakk­lands og er list­rænn stjórn­andi Isa­bel Mar­ant og Isa­bel Mar­ant Étoile. Étoile er svo­kallað und­ir­merki Isa­bel Mar­ant og flík­urn­ar úr því merki eru ódýr­ari en úr aðallínu Isa­bel Mar­ant.

Étoile fékkst á sín­um tíma í versl­un­inni Geysi á Skóla­vörðustíg og eru marg­ir sem sakna merk­is­ins sem hætti að fást eft­ir að versl­un­in lokaði. Aðdá­end­ur geta þó glaðst yfir þeim frétt­um að inn­an skamms mun merkið fást í versl­un Mat­hildu í Kringl­unni. 

Skyrta úr nýjustu línu Étoile. Hún er úr 100% bómull …
Skyrta úr nýj­ustu línu Étoile. Hún er úr 100% bóm­ull og kost­ar rúm­ar 28 þúsund krón­ur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda