Kristrún flutti stefnuræðuna í 129 þúsund króna kjól

mbl.is/Eyþór/Samsett mynd

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi á dög­un­um. Það gerði hún klædd aðsniðnum kjól frá breska fata­merk­inu Fold. Kjóll­inn var kven­leg­ur og aðsniðinn í vetr­ar­hvít­um lit eins og hann heit­ir á heimasíðu merk­is­ins.

Eaton-kjóll­inn frá Fold er klass­ískt snið frá merk­inu og hent­ar vel fyr­ir fínni til­efni. Efnið er ofið ít­alskt tweed-efni með glitrandi þráðum sem gef­ur efn­inu fal­leg­an glans. Erm­arn­ar eru í oln­bogasídd og pilsið er sniðið frá mitti sem legg­ur áherslu á kven­legu lín­urn­ar.

Efna­sam­setn­ing kjóls­ins er 47% bóm­ull, 35% pó­lýester, 12% akríl og 6% viskós. Kjóll­inn kost­ar 129.100 krón­ur. Heimasíða Fold send­ir til Íslands en þá má gera ráð fyr­ir því að verðið hækki þegar virðis­auka­skatt­ur­inn bæt­ist við. 

Kjóllinn er klassískur úr ítölsku tweed-efni.
Kjóll­inn er klass­ísk­ur úr ít­ölsku tweed-efni. mbl.is/​Eyþór

Ætlað kon­um í at­vinnu­líf­inu

Fold var stofnað af Polly McMa­ster og var ætlað kon­um í at­vinnu­líf­inu. McMa­ster starfaði áður í „karllæg­um geira“ eins og hún orðar það á heimasíðu merk­is­ins, og vantaði fatnað í vinn­una. Eini „vinnufatnaður­inn“ sem til var þá var held­ur sniðlaus og gerði lítið fyr­ir hana að henn­ar mati. Hún kom auga á gat í markaðnum og stofnaði Fold.

Versl­un Fold er staðsett við göt­una 28 Ca­dog­an Place í Belgra­via-hverfi Lund­úna. 

Merkið er þekkt fyr­ir kven­leg, stíl­hrein og mjög klæðileg föt. Þau bjóða upp á fal­lega kjóla, pils, dragt­ir, fylgi­hluti, skó og í raun allt sem þarf í fata­skáp­inn. 

Það er afar lík­legt að Kristrún eigi eða muni bæta við föt­um frá Fold nú þegar hún þarf á fáguðum fatnaði að halda. 

Kjóllinn kostar 129.100 krónur og er bresk hönnun.
Kjóll­inn kost­ar 129.100 krón­ur og er bresk hönn­un.
Sniðið er mjög kvenlegt.
Sniðið er mjög kven­legt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda