Sigurður Ingi er með litapallettuna upp á tíu

Litapallettan er þaulhugsuð.
Litapallettan er þaulhugsuð. mbl.is/Eyþór

Vorið er komið hjá Sig­urði Inga Jó­hanns­syni þing­manni sem mætti frísk­leg­ur á Alþingi í umræður um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra á dög­un­um. Hvorki svart­ur né dökk­blár lit­ur kom til sög­unn­ar í fatnaði þing­manns­ins.

Sig­urður Ingi klædd­ist ljós­grá­blá­um, köfl­ótt­um jakka­föt­um. Köfl­ótta mynstrið var í smærra lagi sem er oft notað þegar fínni viðburðir eiga sér stað. Alla­vega hjá yf­ir­stétt­ar Bret­um sem vita sitt hvað um köfl­ótt jakka­föt. 

Lit­ur­inn á bind­inu kem­ur á óvart en það var í ljóspa­stelgræn­um lit úr ör­lítið glans­andi efni. Lit­ur­inn fór vel með litn­um á jakka­föt­un­um og aug­ljóst að sam­setn­ing­in var út­pæld. Skyrta Sig­urðar var hvít á lit­inn. 

Hár­greiðsla Sig­urðar hef­ur einnig vakið mikla at­hygli en hárið var vatns­greitt aft­ur. Þetta er út­lit sem hann hef­ur ekki skartað op­in­ber­lega áður en aug­ljóst að hann ætli að láta til sín taka á ár­inu, bæði í stjórn­ar­and­stöðu og fata­stíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda