Úr bankageiranum í hárbransann

Auður Stefánsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Bpro.
Auður Stefánsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri Bpro.

Auður Stefánsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri heildsölunnar Bpro. Hún er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í forystu og stjórnun frá sama háskóla. Auður var áður viðskiptastjóri í Arion banka. 

Eigendur heildsölunnar Bpro eru Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender en fyrirtækið var stofnað fyrir tæplega 15 árum. Reksturinn hófst í bílskúr og hefur vaxið og dafnað síðan þá. Þau hjónin segja að ráðning Auðar sé stórt skref fyrir fyrirtækið. 

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtækið og skila viðskiptavinum okkar því besta. Nú er rétti tíminn til að stíga næsta skref, og með Auði um borð erum við tilbúin í þá vegferð,“ segir Baldur Rafn Gylfason annar eigandi fyrirtækisins.

„Við hlökkum til að sjá Bpro vaxa enn frekar og að fá meira rými til að sinna því sem við elskum – að þróa viðskiptatækifæri, tengja fólk og koma hlutum í gang,“ segir Sigrún.

Hjónin Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender, eigendur Bpro.
Hjónin Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender, eigendur Bpro. Ljósmynd/Jónatan Grétars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda