Isabel Marant fæst hér á landi á ný

Úr vor- og sumarlínu tískuhússins Isabel Marant sem er þekkt …
Úr vor- og sumarlínu tískuhússins Isabel Marant sem er þekkt fyrir áreynslulausan og töff bóhemstíl. Skjáskot/Isabel Marant

Franska fatamerkið Isabel Marant og undirmerkið Isabel Marant Étoile munu fást aftur á Íslandi og það í versluninni Mathildu í Kringlunni. Isabel Marant fékkst áður í Geysi á Skólavörðustíg en varð svo ófáanlegt hér á landi eftir að verslunin lokaði. Merkin eiga sér marga aðdáendur hér á landi enda þekkt fyrir áreynslulausan og töff fatnað. 

„Isabel Marant hefur lengi verið á radarnum hjá okkur. Þetta er búið að vera tæplega eins árs undirbúningur síðan við fórum af stað af fullum krafti að fá merkið inn,“ segir Magdalena Margrét Davíðsdóttir, markaðs- og deildarstjóri Mathildu.

Hún segir Isabel Marant passa vel inn í merkjaflóruna sem boðið er upp á núna í versluninni. „Merkið smellpassar inn í okkar hugsjón fyrir búðirnar. Við sjáum fyrir okkur að Isabel Marant muni tala fallega við vinsæl vörumerki hjá okkur eins og Anine Bing, Ralph Lauren, Marni, Closed, Vince, Theory og Golden Goose.“

Vörumerki í stöðugri þróun

Þá tekur hún fram að Isabel Marant hafi náð góðum árangri í að laða að sér breiðan hóp viðskiptavina. 

„Allt frá ungum tískuþenkjandi einstaklingum og til eldri kúnnahóps sem kunna að meta einkennandi hönnun vörumerkisins. Isabel Marant er með ótrúlega sterka sýn sem aðdáendur merkisins tengja kannski við „boho-chic-tískuna“ sem er í miklu uppáhaldi hjá okkar viðskiptavinum. Vörumerkið er í stöðugri þróun og er óhrætt við að gera tilraunir sem er klárlega til marks um sköpunargáfu og framtíðarsýn,“ segir Magdalena. 

Isabel Marant stofnaði merkið árið 1995 í París. Síðan merkið var stofnað hefur höfuðáhersla verið á þægileg föt sem nýtast í daglegu lífi kvenna. Engin flík fer í framleiðslu án þess að það sé búið að prófa hana og klæðast við hin ýmsu tilefni. Marant dregur innblástur frá ferðalögum og mismunandi menningarheimum um heim allan. 

Árið 1999 var undirmerkinu Isabel Marant Étoile komið á laggirnar en flíkurnar úr þeirri línu eru á viðráðanlegra verði og fötin ögn hversdagslegri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda