Laxasæði er nýjasta fegrunaræðið í dag

Jenna Huld Eysteinsdóttir er húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Samsett mynd

Laxasæði sem sprautað er í húðina er orðin ein heitasta andlitsmeðferðin í dag um allan heim að sögn Jennu Huld Eysteinsdóttur húðlækni á Húðlæknastöðinni. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á að efnið örvar bandvefsfrumur til að mynda kollagen og elastín húðarinnar.

Hvernig kom þetta til?

„Þetta er auðvitað ekki hreint laxasæði sem sprautað er í húðina heldur örlitlar sameindir sem heita pólýnúkleótíð en þær eru einmitt einangraðar úr laxasæði. Núkleótíð eru aðalbyggingarefni DNA-sameinda og er þeim raðað saman í stærri keðjur sem kallast pólýnúkleótíð. Þessum pólýnúkleótíðum er svo sprautað grunnt í húðina þar sem þau hafa sýnt samkvæmt klínískum rannsóknum að örva bandvefsfrumur til að mynda bæði kollagen og elastín sem eru aðalbyggingarefni húðarinnar,“ segir Jenna Huld.

Hún segir efnin hafa sýnt fram á að auka raka í húðinni og að hafa andoxunaráhrif sem draga úr streitu húðarinnar og verja hana gegn utanaðkomandi áreiti eins og skaðlegum áhrifum geisla sólarinnar. 

„Þar sem aðaláhrifin eru í gegnum bandvefsfrumur getur tekið tvo til þrjá mánuði fyrir áhrifin að koma fram en áhrifin eru eitthvað sem við öll sækjumst eftir; þéttari, rakafylltari, unglengri og sléttari. Áhrifin virðast vera meiri en af hefðbundnum „húð-boosterum“ eins og Profhilo sem eru þá unnir úr hreinni hýalúronic-sýru.“

Jenna segir þessa meðferð hafa slegið rækilega í gegn. 

„Þessar vinsældir slógu rækilega í gegn í fyrra og byrjuðu þær upphaflega í mekka kosmetískra húðlækninga í dag, eða í Suður-Kóreu. Ekki var svo verra að stórstjörnur eins og Kim Kardashian og Jennifer Aniston hafi lofsamað þessari meðferð enda stuttur batatími og góður langtímaárangur. Einnig hefur það vakið bæði forvitni fólks og kátínu að meðferðin sé unnin úr laxasæði.“

Efnin eiga að örva bandvefsfrumur til að mynda bæði kollagen …
Efnin eiga að örva bandvefsfrumur til að mynda bæði kollagen og elastín sem eru aðalbyggingarefni húðarinnar.

Spennandi meðferð

Meðferðin tekur 30 mínútur en húðin er deyfð með deyfikremi 30 mínútum áður. Merki um stungurnar geta varað í tvo til þrjá daga og ef það kemur mar eftir stungurnar getur marið varað aðeins lengur. 

Hversu margar meðferðir þarf til að sjá árangur?

„Það er mismunandi en fer alveg eftir því hvaða árangri er verið að sækjast eftir og í hvernig ástandi húðin er í byrjun. Ef vægur slappleiki eða öldrunarmerki þarf ekki meira en eina meðferð og þá endurtaka á 6-12 mánaða fresti. Ef meðalslæmur slappleiki eða meira þarf þrjár meðferðir á 2-4 vikna fresti í upphafi. Einnig er hægt að sprauta pólýnúkleótíðunum kringum augu og hefur það sýnt sig að draga úr baugum og styrkja húðina,“ svarar Jenna.

„Þetta er mjög spennandi meðferð sem vert er að skoða nánar. Því miður, þá geta þeir sem eru með ofnæmi fyrir fiski ekki tekið þátt í þessu nýja æði í kosmetískum húðlækningum en ég get huggað þá með því að það er nóg af öðrum meðferðum til og þá ber helst að nefna SkinPen-meðferð með exósómum sem sló rækilega í gegn í fyrra um allan heim. Ég segi ykkur frá þeirri meðferð síðar.“

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu spurningu HÉR

Meðferðin varð gríðarlega vinsæl á síðasta ári.
Meðferðin varð gríðarlega vinsæl á síðasta ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda