Rúrik Gíslason og David Beckham eiga meira sameiginlegt en fyrrum atvinnumennsku í knattspyrnu og gott útlit. Nú prýða þeir báðir sjóðheit auglýsingaskilti þýska tísku- og snyrtivörurisans Boss klæddir undirfötum frá merkinu.
Rúrik situr í svörtum hlýrabol og nærbuxum á auglýsingunni en Beckham liggur ber að ofan í nærbuxunum einum fata á gólfinu.
Eins og frægt er Rúrik vel þekktur í Þýskalandi. Hann spilaði fótbolta með þýsku liðunum FC Numberg og SV Sandhausen og eftir að hann lagði skóna á hilluna gerði hann sér lítið fyrir og sigraði Let's Dance þar í landi.
Augljóst er að nærfötin munu nú rjúka út!