Rúrik og Beckham í eins undirfataauglýsingu

Hversu margar nærbuxur selja Boss núna?
Hversu margar nærbuxur selja Boss núna? Samsett mynd

Rúrik Gíslason og David Beckham eiga meira sameiginlegt en fyrrum atvinnumennsku í knattspyrnu og gott útlit. Nú prýða þeir báðir sjóðheit auglýsingaskilti þýska tísku- og snyrtivörurisans Boss klæddir undirfötum frá merkinu.

Rúrik situr í svörtum hlýrabol og nærbuxum á auglýsingunni en Beckham liggur ber að ofan í nærbuxunum einum fata á gólfinu.

Eins og frægt er Rúrik vel þekktur í Þýskalandi. Hann spilaði fótbolta með þýsku liðunum FC Numberg og SV Sandhausen og eftir að hann lagði skóna á hilluna gerði hann sér lítið fyrir og sigraði Let's Dance þar í landi.

Augljóst er að nærfötin munu nú rjúka út!

View this post on Instagram

A post shared by BOSS (@boss)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda