Skims kynnir nýjar aðhaldsbuxur sem stækka afturhlutann

SKIMS er í sífelldri þróun undir handleiðslu Kim Kardashian.
SKIMS er í sífelldri þróun undir handleiðslu Kim Kardashian. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kim Kardashian, heldur áfram að þróa vinsæla fatamerkið sitt Skims. Nú er fatamerkið komið með glænýja línu af aðhaldsfatnaði sem hefur að geyma innbyggða bossastækkun. Línan kallast The butt enhancing solutions og hefur að geyma aðhaldsbuxur með innbyggðum púðum sem láta rassinn þinn virka stærri.

Með því að klæðast buxunum fullyrðir Kardashian að rassinn virki stærri, kringlóttari og stinnari. Flíkurnar eru hannaðar með mjúkum púðum sem aðlagast náttúrulega að líkamanum og veita slétta og ósýnilega áferð undir fötunum þannig að ekki er hægt að sjá að slíkur aukahlutur sé brúkaður. 

Kardashian kallar sjálfa sig Fairy butt mother sem mætti kalla galdrarassamóður á íslensku. Í nýju myndbandi sem birst hefur á félagsmiðlum veifar Kardashian töfrasprota til þess að leggja áherslu á orð sín. Með þessari nýju línu heldur Skims áfram að þróast en merkið nýtur sérlegra vinsælda hjá ungmeyjum heimsins. 

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda