Sportið verður aðaltískubylgja vorsins

Sportið hefur verið tekið út úr íþróttasalnum.
Sportið hefur verið tekið út úr íþróttasalnum. Samsett mynd

Íþróttaviðburðir og nokkur ár af heimsfaraldri þar sem flestir fóru ekki úr jogginggallanum hafa haft mikil áhrif á tískuheiminn og ljóst er að fólk fær ekki nóg. Íþróttaföt voru gríðarlega áberandi í sumarlínum helstu tískuhúsa heims fyrir árið 2025. Hins vegar hefur bylgjunni verið lyft upp á hærra plan með nýjum hugmyndum við notkun íþróttafatnaðar. Margar þeirra er auðvelt að leika eftir án þess að þurfa að eyða miklu. Það sem stendur upp úr er að fötin eru komin langt frá íþróttasalnum.

Það mátti sjá sportlega jakka frá tískuhúsum eins og Ralph Lauren, Miu Miu, The Attico og 032c. Jakkarnir voru hins vegar ekki stíliseraðir með öðrum íþróttafötum heldur við pils og kjóla, sem gaf ferskan blæ. Það er gaman að sjá að þessa jakka er hægt að nota á marga vegu enda praktískir og þægilegir.

U-hálsmál við allt

Hvítir hlýrabolir með svokölluðu U-hálsmáli eiga nánast heima í öllum fataskápum og nú í sumar skal draga þá fram. Hjá Stellu McCartney var hlýrabolurinn notaður við svartar leðurbuxur en gyllt pallíettupils hjá Ralph Lauren, svo að möguleikarnir eru endalausir. Hlýrabolirnir sáust í mörgum útfærslum og í stað þess að vera flíkin sem lítið ber á var bolurinn oft í aðalhlutverki. Það má búast við að það verði margar útgáfur til í verslunum innan skamms, prjónaðir eða hvítir bómullarbolir eins og flestir þekkja.

Nú þegar farið er að birta úti er tími til kominn að hleypa bjartari fötum í skápinn líka.

Ralph Lauren.
Ralph Lauren. Ljósmynd/Ralph Lauren
The Attico.
The Attico. Ljósmynd/The Attico
Miu Miu.
Miu Miu. Ljósmynd/Miu Miu
Simone Rocha.
Simone Rocha. Ljósmynd/Simone Rocha
Off White.
Off White. Ljósmynd/Off White
Tory Burch.
Tory Burch. Ljósmynd/Tory Burch
Ralph Lauren.
Ralph Lauren. Ljósmynd/Ralph Lauren
Miu Miu.
Miu Miu. Ljósmynd/Miu Miu
Christian Dior.
Christian Dior. Ljósmynd/Christian Dior
032c.
032c. Ljósmynd/032c
Paco Rabanne.
Paco Rabanne. Ljósmynd/Paco Rabanne
Stella McCartney.
Stella McCartney. Ljósmynd/Stella McCartney
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda