Það er meira vor í lofti en hefur verið undanfarna mánuði og nú er tíminn til að nýta sér það. Þó að veturinn hafi ekki kvatt enn þá er samt allt í lagi að byrja að bæta við sumarlegri hlutum í fataskápinn, á heimilið og í snyrtibudduna.
Í vor verður mikið um pils og alla vega sportlegar pólópeysur. Það er flott að nota þessar flíkur saman fyrir afslappað útlit. Snyrtivörurnar sem nýtast best núna, þegar flestir eru gráir á litinn, eru þær sem lífga húðina við og jafna húðlitinn.
Samfestingur frá Isabel Marant, Étoile. Fæst hjá Mathildu og kostar 89.990 kr.
Abeille Royale sólarvörn frá Guerlain.
Bómullarteppi frá Bloomingville, fæst í Tekk og kostar 4.100 kr.
Koníakslituð póló-peysa frá Zöru sem kostar 8.995 kr.
Svart þægilegt pils frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 41.900 kr.
Anti-Dullness Primer frá GOSH. Leiðréttir og bætir yfirbragð húðarinnar. Bleikur liturinn mun vekja þreytta húð á skotstundu auk þess að vernda hana með virkum innihaldsefnum.Snyrtivaran kostar 3.999 kr.
Nösund loftljós úr Ikea sem kostar 9.990 kr.
Rennd hettupeysa frá Samsoe Samsoe, fæst í Galleri Sautján og kostar 18.995 kr.
Köflótt pils úr Zöru sem kostar 7.995 kr.
Sjampó með engiferolíu frá Body Shop, stuðlar að heilbrigðum hársverði sem er nauðsynlegt í þurru lofti. Kostar 1.790 kr.
Körfur til að geyma hið ýmsa! Passa vel í eldhúsið, baðherbergið eða barnaherbergið. Þær eru frá Ferm Living, fást í Epal og kosta 8.500 kr. Körfurnar koma í nokkrum litum.
CC Créme frá Erborian, fæst hjá Beautybox og kostar 3.590 kr. Kremið dregur úr sýnilegum ójöfnuð í húð og litatón húðarinnar.
Ballerínuskór frá Stine Goya, fást í Andrá og kosta 46.900 kr.
Diskur frá Tell Me More, fæst í Dimm og kostar 10.990 kr.