75 ára og sýndi magavöðvana á rauða dreglinum

Það ligg­ur eng­inn vafi á því að banda­ríski fata­hönnuður­inn Vera …
Það ligg­ur eng­inn vafi á því að banda­ríski fata­hönnuður­inn Vera Wang hafi fundið lyk­il­inn að æsku­brunn­in­um. Ljósmynd/AFP

Banda­ríski fata­hönnuður­inn Vera Wang sýndi og sannaði að ald­ur er bara tala þegar hún gekk rauða dreg­il­inn á Bafta-verðlauna­hátíðinni (e. Brit­ish Aca­demy Film Aw­ards) í Lund­ún­um á sunnu­dags­kvöldið.

Wang, sem er 75 ára, lít­ur ekki út fyr­ir að hafa elst und­an­farna ára­tugi og seg­ir enga töfra­lausn liggja að baki ung­legu út­liti henn­ar, nema þá kannski ást henn­ar á skyndi­bita­mat.

Fata­hönnuður­inn er mik­ill aðdá­andi McDon­alds-ham­borg­ara og sultu­fylltra kleinu­hringja á Dunk­in’ Donuts, sem við Íslend­ing­ar feng­um að kynn­ast um stund hér um árið.

Wang skein skært á rauða dregl­in­um í glæsi­legri hönn­un úr eig­in safni. Hún klædd­ist tví­lituðu, gólfsíðu pilsi, brjóstatopp í stíl og sýndi stolt maga­vöðvana. Wang full­komnaði út­litið með „overs­ized“ leður­jakka, töff sólgler­aug­um og skartaði einnig glæ­nýrri klipp­ingu sem setti punkt­inn yfir i-ið.

Wang deildi skemmti­leg­um mynd­um frá gala­kvöld­inu á In­sta­gram-síðu sinni og ef marka má at­huga­semd­ir við færsl­una voru fylgj­end­ur henn­ar ansi hrifn­ir af fata­val­inu. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Vera Wang (@verawang)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Vera Wang (@verawang)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Vera Wang (@verawang)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda