Missti buxurnar niður um sig í miðri ræðu

Leikarinn Mark Hamill á Saturn-verðlaunahátíðinni um daginn.
Leikarinn Mark Hamill á Saturn-verðlaunahátíðinni um daginn. Ljósmynd/Instagram

Mark Hamill, sem flest­ir þekkja sem Luke Skywal­ker úr Star Wars, vakti mikla at­hygli á BAFTA-verðlaun­un­um í ár þegar bux­urn­ar hans runnu skyndi­lega niður á sviðinu. 

At­vikið átti sér stað í Royal Festi­val Hall í London, þar sem hinn 73 ára gamli leik­ari var mætt­ur til að til­kynna sig­ur­veg­ara í flokki bestu kvik­mynd­ar.

Lét ekki uppá­kom­una trufla sig

Hamill tók til máls og talaði um ást sína á kvik­mynd­um, en í miðri ræðu virt­ust bux­urn­ar renna niður um mittið. Hann brást þó skjótt við, kippti þeim upp aft­ur og hélt áfram ræðu sinni án þess að láta uppá­kom­una trufla sig og til­kynnti að mynd­in Concla­ve hlyti verðlaun­in.

Mynd­bandið slær í gegn

Mynd­band af at­vik­inu fór sem eld­ur í sinu um sam­fé­lags­miðla, þar sem not­end­ur reyndu að slá á létta strengi. „Megi þyngd­araflið vera með þér,“ skrifaði einn og ann­ar bætti við: „Mátt­ur­inn var ekki með hon­um í þetta skiptið.“

Breska blaðið The Sun birti stutt mynd­skeið á TikT­ok sem sýn­ir at­vikið, hægt er að sjá það hér fyr­ir neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda