Egill Sæbjörnsson sendir frá sér ilmvatn

Egill Sæbjörnsson býr og starfar í Berlín.
Egill Sæbjörnsson býr og starfar í Berlín. Ljósmynd/Studio Egill Sæbjörnsson

Egill Sæbjörnsson listamaður hefur sett á markað ilmvatn sem heitir „Out of Controll“ og er til sölu í versluninni MDC í Berlín.

„Þetta er ilmvatn sem ég þróaði árið 2017 í kringum það þegar ég sýndi á Feneyjatvíæringnum. MDC er verslun sem selur vandaðar vörur í Berlín og við erum að prófa að vinna saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Egill í samtali við Morgunblaðið en hann þróaði ilmvatnið í samstarfi við þýska ilmhönnuðinn Geza Schön, sem er þekktur fyrir ilmvatnið Escentric Molecules 01 og hefur starfað með þekktum alþjóðlegum merkjum á borð við Diesel og FCUK.

Á heimasíðu verslunarinnar segir að ilmvatnið sé framleitt af tröllunum Ugh og Böögrum í samvinnu við Egil og Schön en þar er einnig tekið fram að þó að þetta sé „listaverkefni“ þá hafi ilmvatnið engu að síður frábæran ilm. Umrædd tröll eru áberandi í listsköpun Egils en íslenska heitið þeirra er Úr og Búr. Nýlega kom til dæmis út bókin Þegar Egill hitti tröllin Úr og Búr og fór með þeim til Feneyja.

Ilmvatnið er fyrir bæði kynin og er sagt lykta vel.
Ilmvatnið er fyrir bæði kynin og er sagt lykta vel. Ljósmynd/Studio Egill Sæbjörnsson
Innihaldslýsing ilmvatnsins er ævintýraleg. Þar segir að í ilmvatninu leynist …
Innihaldslýsing ilmvatnsins er ævintýraleg. Þar segir að í ilmvatninu leynist kjarnorkuúrgangur, lík, hvalagubb, mold og margt fleira huggulegt. Ljósmynd/Studio Egill Sæbjörnsson
Búðarglugginn í Berlín.
Búðarglugginn í Berlín. Ljósmynd/Studio Egill Sæbjörnsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda