Ameríska leikkonan Keke Palmer kom á óvart á SAG-verðlaunahátíðinni (Screen Actors Guild) í Los Angeles í gærkvöld þar sem hún heiðraði sögu tískunnar á rauða dreglinum í Hollywood og fór aftur í tímann.
Hin þrjátíu- og eins árs gamla leikkona klæddist svörtum velúrkjól frá franska hátískuhúsinu Chanel og var með svarta satínhanska. Kjóllinn er hlýralaus með gullituðum smáatriðum á hálsmáli. Kjóllinn var hannaður árið 1985. Það var ástsæla leikkonan Jamie Lee Curtis sem klæddist kjólnum í Hollywood árið 1986.
Endurnýting fatnaðar á sér einnig stað í Hollywood.