Hönnuðu sokka í minningu Prins Póló

Bobby Breiðholt og Berglind Häsler hönnuðu Mottumarssokkana í ár og …
Bobby Breiðholt og Berglind Häsler hönnuðu Mottumarssokkana í ár og heiðruðu minningu Svavars Péturs Eysteinssonar sem lést úr krabbameini 2022.

Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hefst á morgun. Af því tilefni fara sérstakir Mottumarssokkar í sölu en þeir eru hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar sem lést á úr krabbameini 2022, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. 

Björn hefur undanfarin ár tekið að sér að viðhalda safni myndrænna sköpunarverka Svavars Péturs sem var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló.

„Berglind opnaði fyrir okkur upprunaleg hönnunarskjöl Svavars, það er sannkallaður stafrænn fjársjóður,“ segir Björn og bætir við:

„Sem dæmi eru aðeins litir sem Svavar skilgreindi og nefndi sjálfur notaðir við hönnun sokkanna í ár,“ segir hann. 

Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt …
Þriðji hver karlmaður greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Samkvæmt tölfræðilegri samantekt frá árunum 2019-2023 greindust 1.017 karlmenn árlega með krabbamein og á sama tímabili létust 335 karlmenn árlega úr krabbameinum.

Kórónunni gert hátt undir höfði

„Það lá beinast við að byggja hönnunina á kórónunni sem var hans helsta og íkonískasta tákn. Við reyndum svo að finna þá liti sem pössuðu best við Mottumarslitina,“ segir Björn. Mottumarssokkarnir eru villtir í útliti en á sama tíma vandaðir. Það er annað atriði sem á sér samsvörun í höfundarverki Svavars, þar sem ærlegt pönk rann saman við ísmeygilega fágun.

Sköpunargleði Prins Póló var óheft og því var ákveðið að bjóða upp á þrjár viðhafnarútgáfur af Mottumarssokkunum í ár. 

„Það var bara ekki hægt að halda aftur af stemningunni og erfitt að stoppa,“ segir Berglind og mælir með því að fólk pari saman mismunandi sokka til að fanga anda Svavars Péturs. 

Mottumarssokkarnir koma í öllum stærðum.
Mottumarssokkarnir koma í öllum stærðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda