Rokkað útlit nýs borgarstjóra

Heiða Björg Hilmisdóttir, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, klæddist dökkbláum gallakjól á blaðamannafundi oddvita Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Gallakjólar og aðrar flíkur úr efninu verða áberandi í vor. 

Útlit Heiðu má segja sé svolítið rokkað en hún klæddist svörtum leðurstígvélum við. Kjóllinn er úr Zöru og kostar 7.995 krónur. Hann er úr 97% bómull og er með 3% af teygju fyrir aukin þægindi. Kjóllinn er aðsniðinn, ryktur og hnepptur alla leið niður. Kjóllinn nær rétt niður fyrir hné. 

Buxna- og skyrtusett í sama efni var til hjá versluninni en seldist hratt upp. Enn eru til nokkur eintök af kjólnum fyrir þær sem hafa orðið fyrir innblæstri af Heiðu Björgu. 

Kjóllinn er úr Zöru og kostar 7.995 kr.
Kjóllinn er úr Zöru og kostar 7.995 kr.

Galla, galla, galla

Í vor verður mikið um dökkblátt, ljósblátt og ljósgrátt gallaefni. Á tískupöllunum var það stíliserað frá toppi til táar, jakkar við hnésíð pils eða þröngir aðsniðnir kjólar hjá Ganni, Schiaparelli og Acne Studios.

Frá vor- og sumarlínu Ganni fyrir árið 2025.
Frá vor- og sumarlínu Ganni fyrir árið 2025. Ljósmynd/Ganni
Frá vor- og sumarlínu Schiaparelli fyrir 2025.
Frá vor- og sumarlínu Schiaparelli fyrir 2025. Ljósmynd/Schiaparelli
Frá vor- og sumarlínu Acne Studios fyrir 2025.
Frá vor- og sumarlínu Acne Studios fyrir 2025. Ljósmynd/Acne Studios
Frá vor- og sumarlínu Acne Studios fyrir 2025.
Frá vor- og sumarlínu Acne Studios fyrir 2025. Ljósmynd/Acne Studios
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda