Eitt stærsta hátískuhús í heimi, Louis Vuitton, mun færa út kvíarnar síðar á árinu með útgáfu fyrstu snyrtivörulínu fyrirtækisins. Vörurnar munu líta dagsins ljós í haust. Listrænn stjórnandi línunnar verður Dame Pat McGrath sem er sögð goðsögn í heimi snyrtivara.
Línan mun heita La Beauté Louis Vuitton og er í fyrsta sinn frá árinu 1920 sem tískuhúsið selur snyrtivörur. Einu snyrtivörurnar sem hefur verið hægt að fá frá Louis Vuitton eru ilmvötn sem hingað til hafa aðeins fengist í verslunum Louis Vuitton og sérvöldum útibúum.
McGrath hefur starfað með Louis Vuitton baksviðs fyrir tískusýningar og auglýsingaherferðir í yfir tuttugu ár og þekkir fyrirtækið því vel. „La Beauté Louis Vuitton er afrakstur ótrúlegs handverks og nýsköpunar,“ segir í fréttatilkynningu.
„Við ætlum að búa til nýjungar í heimi lúxussnyrtivara.“
Heimur snyrtivara er stór og fjölmennur. Tískuhús á borð við Prada, Celine, Rabanna og Dries Van Noten hafa öll stofnað snyrtivörulínur síðustu ár á meðan merki eins og Chanel og Hermés hafa stækkað sínar snyrtivörulínur. LVMH eru eigendur Louis Vuitton en fyrirtækið er einnig eigandi snyrtivörustórverslunarinnar Sephoru.
Það verður spennandi að sjá hvort að vörurnar muni koma til með að fást hér á landi.