Louis Vuitton lætur til sín taka á snyrtivörumarkaði

Munu snyrtivörurnar koma til með að fást hér?
Munu snyrtivörurnar koma til með að fást hér? Samsett mynd

Eitt stærsta há­tísku­hús í heimi, Lou­is Vuitt­on, mun færa út kví­arn­ar síðar á ár­inu með út­gáfu fyrstu snyrti­vöru­línu fyr­ir­tæk­is­ins. Vör­urn­ar munu líta dags­ins ljós í haust. List­rænn stjórn­andi lín­unn­ar verður Dame Pat McGr­ath sem er sögð goðsögn í heimi snyrti­vara.

Lín­an mun heita La Beauté Lou­is Vuitt­on og er í fyrsta sinn frá ár­inu 1920 sem tísku­húsið sel­ur snyrti­vör­ur. Einu snyrti­vör­urn­ar sem hef­ur verið hægt að fá frá Lou­is Vuitt­on eru ilm­vötn sem hingað til hafa aðeins feng­ist í versl­un­um Lou­is Vuitt­on og sér­völd­um úti­bú­um. 

McGr­ath hef­ur starfað með Lou­is Vuitt­on baksviðs fyr­ir tísku­sýn­ing­ar og aug­lýs­inga­her­ferðir í yfir tutt­ugu ár og þekk­ir fyr­ir­tækið því vel. „La Beauté Lou­is Vuitt­on er afrakst­ur ótrú­legs hand­verks og ný­sköp­un­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. 

„Við ætl­um að búa til nýj­ung­ar í heimi lúx­ussnyrti­vara.“

Heim­ur snyrti­vara er stór og fjöl­menn­ur. Tísku­hús á borð við Prada, Cel­ine, Rabanna og Dries Van Noten hafa öll stofnað snyrti­vöru­lín­ur síðustu ár á meðan merki eins og Chanel og Hermés hafa stækkað sín­ar snyrti­vöru­lín­ur. LVMH eru eig­end­ur Lou­is Vuitt­on en fyr­ir­tækið er einnig eig­andi snyrti­vöru­stór­versl­un­ar­inn­ar Sephoru.

Það verður spenn­andi að sjá hvort að vör­urn­ar muni koma til með að fást hér á landi.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda