„Guðrún er ekki hrædd við kinnalit“

Steinunn Edda Steingrímsdóttir farðaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem …
Steinunn Edda Steingrímsdóttir farðaði Guðrúnu Hafsteinsdóttur fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fór um síðustu helgi. mbl.is/Ólafur Árdal

„Það var ein­stak­lega gam­an að farða hana Guðrúnu um helg­ina, enda öfl­ug og glæsi­leg kona og virki­lega skemmti­legt að taka þátt í þessu með henni. Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kem­ur að því að farða fyr­ir viðburði sem standa yfir í lang­an tíma, und­ir ljós­um og verið að taka mynd­ir og viðtöl,“ seg­ir Stein­unn Edda Stein­gríms­dótt­ir förðun­ar­fræðing­ur sem átti heiður­inn af förðun Guðrún­ar Hafst­seins­dótt­ir ný­kjör­ins for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Ég byrjaði á því að und­ir­búa húðina vel með góðum raka og ljóma, und­ir aug­un notaði ég upp­á­haldið mitt, augn­púða frá IROHA sem draga úr þrota, dökk­um baug­um og fín­um lín­um á augnsvæðinu. Púðarn­ir inni­halda meðal ann­ars níasína­míð, peptíð og kof­f­ein sem gef­ur manni ork­una sem þarf inni í dag­inn. Augn­púðarn­ir gefa líka góðan raka og augnsvæðið verður ung­legra og bjart­ara. Ég elska að nota augn­púða þegar ég er að farða sér­stak­lega þar sem að ég byrja alltaf á aug­un­um og þá er í raun tvö­föld virkni í púðunum á meðan, gera mann frísk­legri og grípa í leiðinni augnskugga eða vöru sem gæti fallið niður á meðan svo húðin er hrein og til­bú­in und­ir,“ seg­ir Stein­unn Edda. 

Hún notaði Rimmel Multi-Tasker All day Grip sem er pri­mer.

„Til að grunna húðina notaði ég meðal ann­ars dá­sam­leg­an pri­mer frá Rimmel. Pri­mer­inn er með veg­an formúlu sem und­ir­býr húðina ein­stak­lega vel fyr­ir förðun, en einnig er hægt að nota pri­mer­inn án farða sem rakakrem. Það sem að ég elska hvað mest við þenn­an pri­mer er að hann stífl­ar ekki svita­hol­urn­ar svo að hann hent­ar öll­um, einnig gef­ur hann húðinni slétt­ara yf­ir­bragð. Pri­mer­inn inni­held­ur C-víta­mín og hý­al­úronsýru,“ seg­ir hún. 

Stein­unn Edda nefn­ir Rimmel Multi Tasker – better than filter sem er henn­ar upp­á­haldsvara um þess­ar mund­ir.

„Þetta er vara sem er hægt að nota á svo marga vegu, hrein­lega eft­ir dags­formi eða hvaða lúkki er verið að reyna að ná. Þetta er ljómi sem gef­ur smá „hulu“ hægt að nota sem farðagrunn, blandað í dag­kremið eða sett yfir farðann fyr­ir auk­inn ljóma.“

Guðrún Hafsteinsdóttir er hér fyrir miðju.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir er hér fyr­ir miðju. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Hún blandaði Better than filter við pri­mer­inn til að áferðin yrði ekki of ljóm­andi. 

„Húðin þarf að vera aðeins matt­ari þegar verið er að taka ljós­mynd­ir og sjón­varps­viðtöl.“

Stein­unn Edda seg­ist alltaf byrja á því að skyggja and­litið áður en hún set­ur farða og hylj­ara. og nefn­ir Max Factor Miracle Pure Bronzer sem hún not­ar mikið.

„Þessi bronzer er stór­kost­leg­ur í ná­kvæm­lega þetta verk­efni enda til í tveim­ur litatón­um. Ég set vör­una inn í lóf­ann á mér og nudda burst­an­um up­p­úr vör­unni til að „bræða“ hana þá renn­ur hún á húðina eins og silki og bland­ast ein­stak­lega vel,“ seg­ir hún. Hún notaði Max Factor Miracle Pure Foundati­on farðann á and­litið.

„Ég elska þenn­an farða sem gef­ur hálf­gerða „photos­hop“ áferð á húðina, 2 in 1 ser­um formúla ásamt farða sem veit­ir miðlungs þekju og jafn­ar húðlit, gef­ur nátt­úru­lega þekju og satín matta áferð.“

Steinunn Edda lagði mikla vinnu í förðunina eins og sést.
Stein­unn Edda lagði mikla vinnu í förðun­ina eins og sést. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

„Guðrún er ekki hrædd við kinna­lit og er held­ur bet­ur með kinn­bein­in til að bera flott­an kinna­lit. Ég notaði lit­inn Wild Card frá Rimmel sem er fal­lega bleik­ur lit­ur með köld­um und­ir­tón sem draga fram bláa lit­inn í aug­un­um. Kinna­lit­ur­inn er matt­ur og gef­ur ein­stak­lega fal­leg­an roða.“

Stein­unn Edda seg­ir að hylj­ari skipti máli þegar förðun á að end­ast eins lengi og hægt er og valdi Rimmel Multi-Task Conceal­er.

„Þessi þétti hylj­ari bregst manni ekki á ög­ur­stundu og ég elska að grípa í hann. Létt og fitu­laus formúla smit­ast ekki, með svamp­bursta sem hjálp­ar til góða þekju. Hylj­ar­inn gef­ur raka í allt að 24 klukku­tíma og er vatns­held­ur,“ seg­ir hún.

Nú var komið að auga­brún­um. 

„Guðrún er með fal­leg­ar, vel mótaðar og þétt­ar auga­brún­ir svo ég notaði mjó­an auga­brúna­blý­ant til að fylla ör­lítið inní þar sem þurfti og gefa fyll­ingu. Ég notaði Max Factor Brow Shaper í litn­um Deep Brown. Þess­ir blý­ant­ar eru æðis­lega þægi­leg­ir þar sem blý­ant­ur­inn er grann­ur svo það er auðvelt að teikna hár og fylla inn í án þess að gera of mikið, einnig er greiða á end­an­um sem hjálp­ar til við að blanda lit­inn svo að hann falli nátt­úru­lega inn í auga­brún­irn­ar. Það er fátt sem ég elska meira en gott auga­brúnag­el og það sem varð fyr­ir val­inu í þetta skipt­ir heit­ir Brow Glow og er nýj­ung frá merk­inu Beautylash by Refectocil.“

Til að skyggja and­litið notaði Stein­unn Edda sólar­púðrið Max Factor Facef­inity Bronzer sem hún setti einnig í globus­lín­una á aug­un­um til að fá nátt­úru­lega skygg­ingu.

„Yfir augn­lokið notaði ég matt­an ljós­an augnskugga og skyggði svo und­ir aug­un og globus með sólar­púðri. Ég notaði Max Factor Kohl Pencil Brown til að skerpa á rót­inni hjá augn­hár­un­um og til að gefa létt eyel­iner­lúkk notaði ég dökk­brún­an kola­blý­ant sem er auðvelt að blanda. Ég notaði svo vatns­held­an maskara til að tryggja það að augn­hár­in héld­ust upp­brett all­an dag­inn og til að passa upp á það að maskar­inn væri ekk­ert að smit­ast til eða kless­ast þegar að hann hitnaði í sterku ljós­un­um. Lit­laust matt púður var svo borið á ásamt sett­ing spreyi til að há­marka end­ingu förðun­ar­inn­ar.“

Max Factor Lipliner Mau­ve Moment vara­blý­ant­ur­inn var sett­ur á var­ir Guðrún­ar og svo var þetta toppað með glossi.

„Að lok­um er nauðsyn­legt að full­komna lúkkið með fal­leg­um nögl­um og notaði ég því vin­sæl­asta OPI lit­inn Bubble Bath á hana,“ seg­ir Stein­unn Edda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda