Fékk innblástur fyrir fermingarveisluna úr glanstímaritum

Guðrún fór í Garðheima með móður sinni þar sem þær …
Guðrún fór í Garðheima með móður sinni þar sem þær völdu skraut til að nota í fermingarveislunni. Skrautið átti eftir að nýtast í fleiri veislum. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifa­vald­ur­inn Guðrún Helga Sørtveit fermd­ist árið 2007 og minn­ist þess að ferm­ing­ar­veisl­an hafi verið stór og flott. Guðrún, sem er lærður förðun­ar­fræðing­ur, seg­ir að förðun sín á ferm­ing­ar­dag­inn hafi verið nátt­úru­leg og lát­laus, og sé það í sam­ræmi við skoðanir henn­ar í dag.

„Þetta var stór dag­ur, það var mik­ill und­ir­bún­ing­ur og mik­il spenna. Ég fermd­ist 1. apríl árið 2007 í Hafn­ar­fjarðar­kirkju. Það var fyndið á þess­um aldri að horfa á dag­setn­ing­una, en prest­ur­inn hafði sagt við okk­ur ferm­ing­ar­börn­in að ef ein­hver myndi segja fyrsti apríl í at­höfn­inni þá fengi sá hinn sami ekki að ferm­ast. Ég held að það hafi eng­inn lagt í að gera það. Veisl­an mín var svo hald­in í sal sem var í vinn­unni hjá pabba mín­um. Amma mín og afi úr föðurætt búa í Nor­egi og þau komu að sjálf­sögðu í veisl­una, klædd í norska þjóðbún­ing­inn. Eft­ir­minni­leg­asta gjöf­in sem ég fékk er kross sem ég fékk frá ömmu minni, snemma á ferm­ing­ar­deg­in­um, hann var mjög fal­leg­ur og ég var með hann all­an dag­inn,“ seg­ir Guðrún.

Áhugi Guðrún­ar á tísku og út­liti var kviknaður á þess­um tíma.

„Ég hafði mikl­ar skoðanir á hári, förðun og í hvernig föt­um ég var, en ég var samt mjög feim­in við að vera ég sjálf eins og svo marg­ir á þess­um aldri, þegar maður er að detta í tán­ings­ár­in. Ég var eig­in­lega ekk­ert förðuð því mér fannst það ekki passa við mig á þess­um tíma, sem ég er reynd­ar sam­mála í dag. Svo að niðurstaðan varð, smá maskari og sólar­púður. Varðandi hárið, þá vissi ég al­veg hvað ég vildi en mig langaði ekki að vera eins og all­ar hinar stelp­urn­ar og ég vildi hafa allt hárið til hliðar. Ég fékk að fara þarna um vorið og fá mér nokkr­ar ljós­ar stríp­ur sem mér þótti mikið sport. Svo mátti ég ekki lita á mér hárið neitt frek­ar fyrr en eft­ir ferm­ingu. Ég var afar ánægð með föt­in sem ég var í og er það líka sér­stak­lega í dag þegar ég horfi til baka. Ég valdi fal­leg­an kjól úr Spúútnik Reykja­vík og ég fékk svo lánaðar erm­ar hjá vin­konu mömmu minn­ar sem var al­gjör tísku­drottn­ing. Mig langaði ekki að vera í hvítu eða velja það sem marg­ar stelp­ur voru að velja og held að mér hafi tek­ist vel upp í að vera aðeins öðru­vísi.“

Áhugi Guðrúnar á förðun og útliti var kviknaður þegar hún …
Áhugi Guðrún­ar á förðun og út­liti var kviknaður þegar hún fermd­ist árið 2007. Hún keypti kjól­inn í Spúútnik Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Ferð í Garðheima gaf tón­inn

Guðrún hef­ur alltaf elskað að skreyta og und­ir­búa fyr­ir veisl­ur.

„Ég var barnið sem dýrkaði að fara í búðir og lesa tíma­rit en við mamma fór­um í Garðheima á ferm­ing­ar­sýn­ingu og völd­um skraut þar. Ég vildi hafa bleikt og blómaþema. Ég vildi ekki ferm­ing­ar­kerti eða merkt­ar serví­ett­ur held­ur hafa þetta frek­ar bara vor­legt og fal­legt. Mamma hef­ur líka kennt mér að reyna að velja eitt­hvað sem hægt er að nota aft­ur og aft­ur, og end­ur­nýta skraut. Þannig að þetta skraut var síðan mikið notað eft­ir ferm­ing­una. Við lánuðum það, notuðum í af­mæl­is­veisl­ur og alls kon­ar. Þetta er eitt­hvað sem ég geri enn í dag þegar ég held ein­hvers kon­ar veislu, ég end­ur­nýti skraut eins mikið og ég get. Ég hef mjög gam­an af því enn í dag að halda t.d. barna­af­mæli.“

Í dag held­ur Guðrún úti hlaðvarp­inu Mömm­u­líf­inu ásamt Ástrós Trausta­dótt­ur og ný­lega gaf Guðrún út bók­ina Fyrsta árið en það er bók þar sem hægt er að safna minn­ing­um frá fyrsta ári barns. „Það er margt ótrú­lega spenn­andi að ger­ast á næst­unni hjá mér. Fyr­ir­tækið mitt Fyrsta árið er að stækka og ég er mjög spennt fyr­ir því. Síðan er ég bara spennt fyr­ir vor­inu og sumr­inu!’“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda