Ris og fall „frelsum geirvörtuna“

Breska söngkonan Charli XCX staldrar við fyrir ljósmyndara á rauða …
Breska söngkonan Charli XCX staldrar við fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum á Brit-verðlaunahátíðinni í Lundúnum 1. mars. HENRY NICHOLLS / AFP

Hin fræga her­ferð „frels­um geir­vört­una“ eða „free the nipple“ hef­ur misst alla hóg­værð og gert það að verk­um að gegn­sæ­ir kjól­ar Hollywood-stjarn­anna ætla allt um koll að keyra. 

Á Brit-verðlauna­hátíðinni í síðustu viku fór sig­ur­veg­ari hátíðar­inn­ar, söng­kon­an Charli XCX, alla leið í svört­um kjól, að hluta til gegn­sæj­um, sem varð til þess að hundruð kvart­ana voru send­ar á fjöl­miðlaeft­ir­litið Ofcom.

Í einni af þakk­arræðum sín­um sagðist Charli ekki vita bet­ur en að nú væru tím­ar „frels­um geir­vört­una“ og vildi þannig slá á fing­ur þeirra sem mót­mæltu klæðaburði henn­ar.

Bianca Censori gerði allt vitlaust á rauða dreglinum fyrir Grammy-verðlaunahátíðina …
Bianca Censori gerði allt vit­laust á rauða dregl­in­um fyr­ir Grammy-verðlauna­hátíðina í Los Ang­eles 2. fe­brú­ar. FRAZER HARRI­SON/​AFP

„Næst­um nak­in“-út­litið

„Næst­um nak­in“-út­litið hef­ur valdið heit­um umræðum á fleiri verðlauna­hátíðum und­an­farið, þ.á.m. Óskar­sverðlauna­hátíðinni fyr­ir viku síðan og Grammy-verðlauna­hátíðinni í fe­brú­ar, en þá skartaði Bianca Censori, kær­asta rapp­ar­ans Kanye West, kjól sem var með öllu gegn­sær. 

Áfram held­ur gegn­sætt efni að slá í gegn á tísku­vik­un­um í Lund­ún­um og Par­ís, þar sem stjörn­urn­ar fylgj­ast með af ákafa og virðast taka tísku­straum­ana til sín. Á sýn­ingu Stellu McCart­ney í Par­ís klædd­ist banda­ríska leik­kon­an og dótt­ir Michael Jacksons, Par­is Jackson, hálf­gagn­sæj­um svört­um síðkjól og þvengn­um ein­um sam­an inn­an und­ir.

„Nak­inn klæðnaður“ var lyk­il­stefna í vor- og sum­ar­tísku sumra hönnuða og þemað held­ur áfram inn í haust- og vetr­ar­tísk­una. Eins og stóð í Vogue í Janú­ar: „Um tíma var hrein­leik­inn lít­ill og langt leið á milli, en nú á dög­um er „nak­inn klæðnaður“ al­geng­ur á hverju tíma­bili.“

Síðasta sum­ar var skil­grein­ing Charli á orðinu „brat“ fólg­in í að „klæðast hvít­um toppi með reim­um án brjósta­hald­ara“. Hreinn klæðnaður er vís­bend­ing um míníma­lískt út­lit á tí­unda ára­tugn­um, með kon­ur í far­ar­broddi eins og Kate Moss í gegn­sæj­um kjól.

Megan Thee Stallion þegar hún mætti til Vanity Fair Óskarsteitisins …
Meg­an Thee Stalli­on þegar hún mætti til Vanity Fair Óskar­steit­is­ins í Wall­is Annen­berg Center, 2. mars 2025. Michael Tran / AFP

Ekki all­ir sam­mála

Það var árið 2010 sem hin mikla her­ferð „frelsaðu geir­vört­una“ skók heims­byggðina og í kjöl­farið voru stjörn­ur á borð við Ri­hönnu sem klæddu sig upp í anda her­ferðar­inn­ar.

Tísk­ustílist­inn og for­stjóri vörumerk­is­ins Mermaid Way, Ju­lia Puk­halskaia, seg­ir ákvörðun­ina um að klæðast af­hjúp­andi kjól vera „ögr­andi yf­ir­lýs­ingu“ og „leið til að end­ur­heimta rétt­inn til að stjórna lík­ama sín­um“. Það eru svo aft­ur deil­urn­ar sem spretta upp sem ýta und­ir umræðu um kven­rétt­indi og siðgæði þegar kem­ur að klæðaburði.

Julia Fox þegar hún mætti í Vanity Fair Óskarspartíið.
Ju­lia Fox þegar hún mætti í Vanity Fair Óskar­spar­tíið. Michael Tran / AFP

„Í ár virt­ist nak­inn klæðnaður dafna sér­stak­lega vel á viðburðinum [Vanity Fair eft­ir­par­tí­inu eft­ir Óskar­inn],“ er haft upp úr New York Times.

Hins veg­ar eru ekki all­ir par sátt­ir við þessa þróun en Anna Murp­hy, tísk­u­stjóri The Times, seg­ist hafa fengið nóg því það séu ein­ung­is kon­ur sem taki þátt í þessu tísku­fyr­ir­brigði. „Þetta er ekki jafn­réttisviðleitni held­ur frek­ar birt­ing­ar­mynd þess sem held­ur þess­um heimi ójöfn­um. Að lík­am­ar kvenna séu til al­menn­ingsneyslu á meðan lík­am­ar karla eru það yf­ir­leitt ekki.“

Það eru kon­urn­ar sem munu halda áfram að valda fjaðrafok­inu á rauða dregl­in­um. Sam­fé­lagið held­ur áfram að verða klofið í áliti sínu um hvort þær séu að end­ur­skil­greina hug­mynd­ir um hóg­værð í tísku, hvort þetta sé afurð kven­fyr­ir­litn­ing­ar eða hvort þær ein­fald­lega sæk­ist eft­ir at­hygli.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda