Hin fræga herferð „frelsum geirvörtuna“ eða „free the nipple“ hefur misst alla hógværð og gert það að verkum að gegnsæir kjólar Hollywood-stjarnanna ætla allt um koll að keyra.
Á Brit-verðlaunahátíðinni í síðustu viku fór sigurvegari hátíðarinnar, söngkonan Charli XCX, alla leið í svörtum kjól, að hluta til gegnsæjum, sem varð til þess að hundruð kvartana voru sendar á fjölmiðlaeftirlitið Ofcom.
Í einni af þakkarræðum sínum sagðist Charli ekki vita betur en að nú væru tímar „frelsum geirvörtuna“ og vildi þannig slá á fingur þeirra sem mótmæltu klæðaburði hennar.
„Næstum nakin“-útlitið hefur valdið heitum umræðum á fleiri verðlaunahátíðum undanfarið, þ.á.m. Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir viku síðan og Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar, en þá skartaði Bianca Censori, kærasta rapparans Kanye West, kjól sem var með öllu gegnsær.
Áfram heldur gegnsætt efni að slá í gegn á tískuvikunum í Lundúnum og París, þar sem stjörnurnar fylgjast með af ákafa og virðast taka tískustraumana til sín. Á sýningu Stellu McCartney í París klæddist bandaríska leikkonan og dóttir Michael Jacksons, Paris Jackson, hálfgagnsæjum svörtum síðkjól og þvengnum einum saman innan undir.
„Nakinn klæðnaður“ var lykilstefna í vor- og sumartísku sumra hönnuða og þemað heldur áfram inn í haust- og vetrartískuna. Eins og stóð í Vogue í Janúar: „Um tíma var hreinleikinn lítill og langt leið á milli, en nú á dögum er „nakinn klæðnaður“ algengur á hverju tímabili.“
Síðasta sumar var skilgreining Charli á orðinu „brat“ fólgin í að „klæðast hvítum toppi með reimum án brjóstahaldara“. Hreinn klæðnaður er vísbending um mínímalískt útlit á tíunda áratugnum, með konur í fararbroddi eins og Kate Moss í gegnsæjum kjól.
Það var árið 2010 sem hin mikla herferð „frelsaðu geirvörtuna“ skók heimsbyggðina og í kjölfarið voru stjörnur á borð við Rihönnu sem klæddu sig upp í anda herferðarinnar.
Tískustílistinn og forstjóri vörumerkisins Mermaid Way, Julia Pukhalskaia, segir ákvörðunina um að klæðast afhjúpandi kjól vera „ögrandi yfirlýsingu“ og „leið til að endurheimta réttinn til að stjórna líkama sínum“. Það eru svo aftur deilurnar sem spretta upp sem ýta undir umræðu um kvenréttindi og siðgæði þegar kemur að klæðaburði.
„Í ár virtist nakinn klæðnaður dafna sérstaklega vel á viðburðinum [Vanity Fair eftirpartíinu eftir Óskarinn],“ er haft upp úr New York Times.
Hins vegar eru ekki allir par sáttir við þessa þróun en Anna Murphy, tískustjóri The Times, segist hafa fengið nóg því það séu einungis konur sem taki þátt í þessu tískufyrirbrigði. „Þetta er ekki jafnréttisviðleitni heldur frekar birtingarmynd þess sem heldur þessum heimi ójöfnum. Að líkamar kvenna séu til almenningsneyslu á meðan líkamar karla eru það yfirleitt ekki.“
Það eru konurnar sem munu halda áfram að valda fjaðrafokinu á rauða dreglinum. Samfélagið heldur áfram að verða klofið í áliti sínu um hvort þær séu að endurskilgreina hugmyndir um hógværð í tísku, hvort þetta sé afurð kvenfyrirlitningar eða hvort þær einfaldlega sækist eftir athygli.