Lady Gaga í íslenskri hönnun

Afmæli Saturday Night Live er fagnað á margvíslegan hátt en …
Afmæli Saturday Night Live er fagnað á margvíslegan hátt en hér er Lady Gaga á sérstökum viðburði í New York. Arturo Holmes/AFP

Söng- og leik­kon­an Lady Gaga klædd­ist ís­lenskri hönn­un við sér­staka mynda­töku í til­efni þátt­araðar núm­er fimm­tíu af vin­sælu þátt­un­um Sat­ur­day Nig­ht Live á dög­un­um. Á mynd­inni ligg­ur hún á rauðum velúr­bekk, í rauðum hlýra­laus­um kjól og í rauðum skóm frá ís­lenska fylgi­hluta­merk­inu Kalda.

Ljós­mynd­ar­inn Mary Ell­en Matt­hews tek­ur all­ar mynd­ir fyr­ir SNL. Kalda deildi mynd af stór­stjörn­unni á In­sta­gramog skrifaði: „Lady Gaga í Mari-skón­um.“

Það er stórfrétt þegar stjarna á borð við Lady Gaga …
Það er stór­frétt þegar stjarna á borð við Lady Gaga klæðist ís­lenskri hönn­un.

Skór fyr­ir stjörn­ur

Katrín Alda Rafns­dótt­ir er eig­andi og hönnuður merk­is­ins sem var stofnað árið 2016. Í viðtali Smart­lands við Katrínu á síðasta ári sagðist hún selja mikið til út­landa og þá aðallega til Banda­ríkj­anna. Þá hafa stór­stjörn­ur eins og Camila Ca­bello, Emma Louise Corr­in, syst­urn­ar Bella og Gigi Hadid og Elsa Hosk klæðst skóm frá Kalda. Hún tók einnig fram að Íslands­markaður væri henni ein­stak­lega kær.

„Ég er með al­manna­tengil í London sem sér um að senda stíl­ist­um þeirra, það fer oft í gegn­um þau eða í gegn­um In­sta­gram. Það var mjög gam­an þegar Bella var í skón­um, við höfðum gefið henni par í gegn­um stíl­ist­ann sem hún síðan klædd­ist við „90´s Gucci-look“ sem ein­mitt Stein­unn Sig­urðardótt­ir hannaði. Það var gam­an að hafa hana í al­veg ís­lenskri hönn­un í einu besta út­liti sem ég hef séð. Hún sendi síðan mér skila­boð á In­sta­gram og bað um fleiri skó þannig að þetta er svona alla­vega sem þetta ger­ist,“ sagði hún meðal ann­ars í viðtal­inu.

Þetta mun án efa vekja at­hygli heims­ins á ís­lenska fylgi­hluta­merk­inu sem er í mik­illi sókn hér á landi og er­lend­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda