Á Gucci sér viðreisnar von?

Mikil von er bundin við Demna Gvasalia.
Mikil von er bundin við Demna Gvasalia. GEOFFROY VAN DER HASSELT/AFP

Demna Gvasalia hef­ur verið ráðinn nýr list­rænn stjórn­andi ít­alska tísku­húss­ins Gucci. Hann kem­ur frá franska tísku­hús­inu Balenciaga þar sem hann hef­ur gegnt stöðu list­ræns stjórn­anda síðustu tíu ár. 

Þess­ar frétt­ir koma nokkr­um vik­um eft­ir að Gucci til­kynnti um brott­för ít­alska fata­hönnuðar­ins Sa­bato De Sarno sem stoppaði stutt við. De Sarno tók við Gucci af Al­ess­andro Michele sem kom Gucci á flug þegar hann var aðal­hönnuður. De Sarno tókst ekki að hleypa lífi í Gucci á þess­um stutta tíma en sal­an dróst sam­an um 25% á síðasta ári. Það hafði mik­il áhrif á móður­fé­lag fyr­ir­tæk­is­ins, Ker­ing, en Gucci er þeirra stærsta merki. Balenciaga er einnig í eigu Ker­ing. 

Íþróttagall­ar fyr­ir ríka fólkið

Mik­il von er bund­in við Gvasalia og fróðlegt verður að sjá hvað hann ger­ir hjá ít­alska lúxusmerk­inu. Ráðning­in er þó ekki laus við að vera um­deild. Eins og áður kom fram hef­ur Gvasalia vakið mikla at­hygli hjá Balenciaga en síðustu fatalín­ur hans hafa þó þótt vanta ým­is­legt. Hann hef­ur aðallega verið í því að senda skít­uga íþróttagalla fyr­ir ríka fólkið niður tískupall­ana eins og haust- og vetr­ar­lín­an hans fyr­ir árið 2025 hjá Balenciaga sýndi vel. Í lín­una vantaði nýj­ung­ar sem flest­ir aðdá­end­ur Gucci von­ast til að sjá á næstu miss­er­um.

Það verður þó að taka fram að Gvasalia hef­ur stór­kost­lega hæfi­leika í að koma sinni sýn áfram og búa til tísku­strauma sem koma á óvart. Hann er van­ur að fara sín­ar eig­in leiðir og það er ná­kvæm­lega það sem Gucci þarf á þess­um tíma­punkti. 

Úr haust- og vetrarlínu Balenciaga fyrir árið 2025.
Úr haust- og vetr­ar­línu Balenciaga fyr­ir árið 2025.

„Það er mik­ill heiður að kom­ast inn í Gucci-fjöl­skyld­una,“ sagði Gvasalia í frétta­til­kynn­ingu. „Ég ber mikla virðingu fyr­ir tísku­hús­inu og hef lengi dást að merk­inu. Ég hlakka til að skrifa næsta kafla um stór­kost­lega sögu tísku­húss­ins og teym­is­ins hjá Gucci.“

„Skap­andi kraft­ur hans er ná­kvæm­lega það sem Gucci þarf,“ sagði François-Henri Pi­nault, for­stjóri Ker­ing um ráðning­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda