Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson verslunarstjóri í Herragarðinum er hættur störfum eftir langt starf eða 25 ár. Hann hefur verið ein helsta hjálparhella manna sem vilja vera fínir í tauinu og kannski ekki haft sans fyrir því sjálfir hvað gangi upp og hvað ekki. Hann veit nákvæmlega hvar sniðsaumar eiga að vera á fötum, hversu síðar ermarnar eiga að vera og veit upp á hár hvernig best er að para saman fatnað.
„Takk fyrir góðar stundir og minningar í nær aldarfjórðung elsku vinir, viðskiptavinir og samstarfsfólk. Frábærum kafla lokið með stolt og þakklæti efst í huga,“ segir Vilhjálmur Svan á Facebook-síðu sinni.
Smartland óskar Vilhjálmi Svan góðs gengis!