Undanfarin ár hafa peningar verið vinsælasta fermingargjöfin. Það hefur einnig tíðkast að gefa litla gjöf með smápeningaupphæð til að gera aðeins meira úr gjöfinni, eins og t.d. með bolla, handklæði, ullarsokkum, bók eða blómum.
Myndavélar eru sniðug gjöf fyrir þau börn sem heillast af ljósmyndun og opna nýjan heim fyrir þeim sem eignast slíka vél. Skrifborð, penni, skartgripir eða skipulagshilla munu einnig koma sér vel.
Skrifborð frá Ilvu, 149.990 kr.
Blekpenni frá Hugo Boss, fæst í Eymundsson og kostar 14.100 kr.
Spegill með ljósi frá Zone Denmark, fæst í Líf og list og kostar 19.760 kr.
Peningar eru vinsælasta fermingargjöfin í dag.
mbl.is/Kristinn
Fléttuhálsmen frá Orrifinn sem kostar 25.900 kr.
Vegghilla fyrir gott skipulag, fæst í Líf og list og kostar 8.650 kr.
Krosshálsmen frá EIR, fæst í Mebu og kostar 7.900 kr.
Handklæði úr BAÐ-vörulínunni, fæst í Epal og kostar 6.700 kr.
Bókin Geymdur og gleymdur orðaforði, fæst í Eymundsson og kostar 6.199 kr.
Bolli frá Design Letters, fæst í Epal og kostar 3.250 kr.
Teppi frá Ihanna Home, fæst í Hrím og kostar 23.990 kr.
Sléttujárn frá Babyliss, fæst í Elko og kostar 29.995 kr.
Backbone One Playstation breytir símanum í leikjatölvu. Fæst í Epli og kostar 19.990 kr.
Myndavél frá Canon, fæst í Beco og kostar 199.900 kr.
Ullarsokkar frá Farmer’s Market sem kosta 3.500 kr.