Það er stór stund að ferma barnið og flestir vilja að fjölskyldan sé nokkurn veginn upp á tíu í klæðaburði.
Jakkaföt eru auðvitað alltaf augljós kostur og allar líkur á að þau séu til inni í skáp. Ef það vekur ekki áhuga þá er jakki, skyrta og buxur eitthvað sem aldrei bregst. Litirnir sem eru ávallt vinsælir í kringum fermingar eru ljósbrúnir, grænir og bláir tónar enda er vorið á næsta leiti. Það þykir líka einstaklega skemmtilegt að vera nokkurn veginn í stíl við fermingarbarnið og klæðast þá svipuðum litum.
Fyrir þá sem velja stílhreint útlit þá getur hvít skyrta og svartar buxur ekki klikkað.
Jakkaföt í kakígrænum lit frá Matinique. Fötin fást í Kultur Menn, jakkinn kostar 39.995 kr. og buxurnar 22.995 kr.
Svartur jakki frá Libertine Libertine, fæst í Húrra Reykjavík og kostar 54.990 kr.
Ljósbrúnn hörjakki frá Selected sem kostar 39.990 kr.
Fínar buxur í svörtu, fást í COS og kosta 19.500 kr.
Einlitur, dökkbrúnn jakkafatajakki. Fæst hjá Suitup og kostar 79.995 kr.
Leðurbelti frá Boss, fæst í Herragarðinum og kostar 19.980 kr.
Ljósblá, röndótt skyrta frá Selected sem kostar 13.990 kr.
Buxur frá Boss, fást í Herragarðinum og kosta 19.980 kr.
Þunnur bolur úr merínóull, fæst í COS og kostar 14.500 kr.
Ljós skyrta úr Zöru sem kostar 6.995 kr.
Ljósar buxur frá Matinique, fást í Kultur Menn og kosta 18.995 kr.
Dökkbrúnir skór frá Berwick, fást hjá Thomsen Reykjavík og kosta 29.900 kr.
Ljósblátt og hvítt bindi frá Oscar Jacobson, fæst í Herragarðinum og kostar 14.980 kr.