„Létt og ljómandi förðun er klassísk og tímalaus“

Hera Hlín setti milt gloss á varir Kristínar.
Hera Hlín setti milt gloss á varir Kristínar. mbl.is/Árni Sæberg

Förðunarfræðingurinn Hera Hlín Svansdóttir, sem lærði í Makeup Studio Hörpu Kára, fékk það verkefni að farða Kristínu Einarsdóttur og töfra fram fallega fermingarförðun.

Hera Hlín segir að góð húðumhirða og vönduð húðhreinsun skipti máli til þess að fermingarförðun verði sem fallegust. Hún segir jafnframt að það þurfi að næra húðina vel svo að hún sé rakafyllt.

Förðun Kristínar er látlaus og falleg.
Förðun Kristínar er látlaus og falleg. mbl.is/Árni Sæberg

„Mikilvægt er að byrja á því að setja þunnt lag og byggja frekar upp ef þess er þörf frekar en að setja strax þykkt lag. Ég byrja á að þrífa húðina vel og vandlega með Micellar Cleansing-hreinsivatninu frá Garnier. Næst nota ég Facial Moisturizing Lotion frá CeraVe með SPF 30-sólarvörn sem verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum sólarinnar. Vörurnar frá CeraVe eru góður kostur fyrir unglinga þar sem þær eru mildar og ilmefnalausar. Vörurnar stífla ekki svitaholur og eru því einstaklega góðar fyrir þau sem eiga það til að fá bólur. Fyrir endingarmeiri förðun byrja ég á að setja primer yfir allt andlitið en ég notaði Face Glue-primerinn frá NYX Professional Makeup. Hann gefur gott hald og gefur húðinni mikinn raka án þess að hún verði klístruð. Þar á eftir notaði ég Buttermelt Glaze Skin Tint sem er einnig frá NYX Professional Makeup en það gefur létta og fallega þekju ásamt því að vera með SPF 30 sem verndar húðina og skilur við hana rakafyllta allan daginn,“ segir Hera Hlín.

Það er nauðsynlegt að setja örlítið sólarpúður í kinnarnar.
Það er nauðsynlegt að setja örlítið sólarpúður í kinnarnar. mbl.is/Árni Sæberg

Til þess að fá meiri hlýju í andlitið notaði Hera Hlín skyggingarstiftið frá NYX Professional Makeup.

„Ég blandaði formúlunni vandlega á kinnar, enni og nef ásamt því að setja ljómandi kinnalit frá L’Oréal Paris á kinnbeinin. Til að hylja og lýsa upp ákveðin svæði notaði ég FitMe-hyljarann frá Maybelline en hann er léttur og góður og auðvelt að byggja upp og hann hentar vel sem fyrsti hyljari,“ segir hún.

FitMe-hyljarann frá Maybelline passar fyrir skvísur á öllum aldri.
FitMe-hyljarann frá Maybelline passar fyrir skvísur á öllum aldri.

Hvað um augun. Hvað settir þú á þau?

„Ég set yfirleitt smá sólarpúður á augnlokin og finnst svo fullkomið að nota Jumbo-augnpennann frá NYX Professional Makeup í litnum Yogurt og dreifa létt yfir augnlokið. Ég greiði í gegnum augabrúnirnar með Superlock-gelinu frá Maybelline og nota svo varaolíuna frá NYX Professional Makeup í litnum Chillin like a villain en hún gefur vörunum allt að 12 klukkustunda raka og örlítinn lit,“ segir hún og notaði Sky High maskaragrunninn í dökkgráum lit. Hún segir að þessi maskaragrunnur sé gott fyrsta skref í þá átt að nota maskara því hann gefur mildari áferð.

Superlock-gelið frá Maybelline mótar augabrúnirnar.
Superlock-gelið frá Maybelline mótar augabrúnirnar.

Er eitthvað sem setur punktinn yfir i-ið hvað varðar förðun?

„Já, það er All Nighter Setting-spreyið frá Urban Decay sem gerir förðunina vatnshelda og endingarmeiri. Mín helstu ráð fyrir fermingarförðun eru góður undirbúningur og að byrja að vinna með minna og byggja frekar upp ef þarf. Létt og ljómandi förðun er klassísk og tímalaus,“ segir Hera Hlín.

Hera Hlín Svansdóttir förðunarfræðingur.
Hera Hlín Svansdóttir förðunarfræðingur.
Maskaragrunnurinn Sky High frá Maybelline þykkir og lengir augnhárin svo …
Maskaragrunnurinn Sky High frá Maybelline þykkir og lengir augnhárin svo um munar.
All Nighter frá Urban Decay nýtur sérlegra vinsælda um allan …
All Nighter frá Urban Decay nýtur sérlegra vinsælda um allan heim en því er úðað á andlitið þegar förðun er tilbúin og þá endist hún allan daginn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda