„Létt og ljómandi förðun er klassísk og tímalaus“

Hera Hlín setti milt gloss á varir Kristínar.
Hera Hlín setti milt gloss á varir Kristínar. mbl.is/Árni Sæberg

Förðun­ar­fræðing­ur­inn Hera Hlín Svans­dótt­ir, sem lærði í Makeup Studio Hörpu Kára, fékk það verk­efni að farða Krist­ínu Ein­ars­dótt­ur og töfra fram fal­lega ferm­ing­ar­förðun.

Hera Hlín seg­ir að góð húðum­hirða og vönduð húðhreins­un skipti máli til þess að ferm­ing­ar­förðun verði sem fal­leg­ust. Hún seg­ir jafn­framt að það þurfi að næra húðina vel svo að hún sé raka­fyllt.

Förðun Kristínar er látlaus og falleg.
Förðun Krist­ín­ar er lát­laus og fal­leg. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Mik­il­vægt er að byrja á því að setja þunnt lag og byggja frek­ar upp ef þess er þörf frek­ar en að setja strax þykkt lag. Ég byrja á að þrífa húðina vel og vand­lega með Micell­ar Cle­ans­ing-hreinsi­vatn­inu frá Garnier. Næst nota ég Facial Moist­uriz­ing Loti­on frá Cera­Ve með SPF 30-sól­ar­vörn sem vernd­ar húðina gegn skaðleg­um áhrif­um sól­ar­inn­ar. Vör­urn­ar frá Cera­Ve eru góður kost­ur fyr­ir ung­linga þar sem þær eru mild­ar og ilm­efna­laus­ar. Vör­urn­ar stífla ekki svita­hol­ur og eru því ein­stak­lega góðar fyr­ir þau sem eiga það til að fá ból­ur. Fyr­ir end­ing­ar­meiri förðun byrja ég á að setja pri­mer yfir allt and­litið en ég notaði Face Glue-pri­mer­inn frá NYX Professi­onal Makeup. Hann gef­ur gott hald og gef­ur húðinni mik­inn raka án þess að hún verði klístruð. Þar á eft­ir notaði ég Butter­melt Glaze Skin Tint sem er einnig frá NYX Professi­onal Makeup en það gef­ur létta og fal­lega þekju ásamt því að vera með SPF 30 sem vernd­ar húðina og skil­ur við hana raka­fyllta all­an dag­inn,“ seg­ir Hera Hlín.

Það er nauðsynlegt að setja örlítið sólarpúður í kinnarnar.
Það er nauðsyn­legt að setja ör­lítið sólar­púður í kinn­arn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Til þess að fá meiri hlýju í and­litið notaði Hera Hlín skygg­ing­arstiftið frá NYX Professi­onal Makeup.

„Ég blandaði formúl­unni vand­lega á kinn­ar, enni og nef ásamt því að setja ljóm­andi kinna­lit frá L’Oréal Par­is á kinn­bein­in. Til að hylja og lýsa upp ákveðin svæði notaði ég FitMe-hylj­ar­ann frá May­bell­ine en hann er létt­ur og góður og auðvelt að byggja upp og hann hent­ar vel sem fyrsti hylj­ari,“ seg­ir hún.

FitMe-hyljarann frá Maybelline passar fyrir skvísur á öllum aldri.
FitMe-hylj­ar­ann frá May­bell­ine pass­ar fyr­ir skvís­ur á öll­um aldri.

Hvað um aug­un. Hvað sett­ir þú á þau?

„Ég set yf­ir­leitt smá sólar­púður á augn­lok­in og finnst svo full­komið að nota Jum­bo-augn­penn­ann frá NYX Professi­onal Makeup í litn­um Yog­urt og dreifa létt yfir augn­lokið. Ég greiði í gegn­um auga­brún­irn­ar með Super­lock-gel­inu frá May­bell­ine og nota svo vara­ol­í­una frá NYX Professi­onal Makeup í litn­um Chill­in like a villain en hún gef­ur vör­un­um allt að 12 klukku­stunda raka og ör­lít­inn lit,“ seg­ir hún og notaði Sky High maskara­grunn­inn í dökk­grá­um lit. Hún seg­ir að þessi maskara­grunn­ur sé gott fyrsta skref í þá átt að nota maskara því hann gef­ur mild­ari áferð.

Superlock-gelið frá Maybelline mótar augabrúnirnar.
Super­lock-gelið frá May­bell­ine mót­ar auga­brún­irn­ar.

Er eitt­hvað sem set­ur punkt­inn yfir i-ið hvað varðar förðun?

„Já, það er All Nig­hter Sett­ing-spreyið frá Ur­ban Decay sem ger­ir förðun­ina vatns­helda og end­ing­ar­meiri. Mín helstu ráð fyr­ir ferm­ing­ar­förðun eru góður und­ir­bún­ing­ur og að byrja að vinna með minna og byggja frek­ar upp ef þarf. Létt og ljóm­andi förðun er klass­ísk og tíma­laus,“ seg­ir Hera Hlín.

Hera Hlín Svansdóttir förðunarfræðingur.
Hera Hlín Svans­dótt­ir förðun­ar­fræðing­ur.
Maskaragrunnurinn Sky High frá Maybelline þykkir og lengir augnhárin svo …
Maskara­grunn­ur­inn Sky High frá May­bell­ine þykk­ir og leng­ir augn­hár­in svo um mun­ar.
All Nighter frá Urban Decay nýtur sérlegra vinsælda um allan …
All Nig­hter frá Ur­ban Decay nýt­ur sér­legra vin­sælda um all­an heim en því er úðað á and­litið þegar förðun er til­bú­in og þá end­ist hún all­an dag­inn.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda