„Dularfulli“ kaupandinn kom upp um sjálfan sig

Chalamet er mikið tískutákn og gengur langt fyrir réttu fötin.
Chalamet er mikið tískutákn og gengur langt fyrir réttu fötin. Samsett mynd/AFP

Í janú­ar á þessu ári setti am­er­íska upp­boðshúsið Ju­lien's upp mikla sýn­ingu og upp­boð á fræg­um hlut­um úr tíð tón­list­ar­manns­ins Bob Dyl­an. Ju­lien's hef­ur áður boðið upp hluti frá El­vis Presley, Mari­lyn Mon­roe, Ringo Starr, Kurt Cobain og Lady Gaga. Á upp­boðinu með hlut­um frá Dyl­an var meðal ann­ars einn gallajakki sem ónefnd­ur kaup­andi greiddi rúm­lega þrjár millj­ón­ir króna fyr­ir.

Timothée Chalamet í jakkanum.
Timot­hée Chala­met í jakk­an­um. Skjá­skot/​In­sta­gram
Bob Dylan klæddist jakkanum í kvikmyndinni Hearts of Fire sem …
Bob Dyl­an klædd­ist jakk­an­um í kvik­mynd­inni Hearts of Fire sem kom út árið 1987.
Chalamet greiddi rúmlega þrjár milljónir króna fyrir jakkann.
Chala­met greiddi rúm­lega þrjár millj­ón­ir króna fyr­ir jakk­ann.


„Kom upp“ um sjálf­an sig 

Nú hef­ur dul­ar­fulli kaup­and­inn komið í ljós en það „komst upp um hann“ á sam­fé­lags­miðlin­um In­sta­gram á dög­un­um. Eng­inn ann­ar en stór­leik­ar­inn Timot­hée Chala­met birti mynd af sér í jakk­an­um. 

Jakk­inn er úr galla­efni, bróderaður og skreytt­ur með flau­eli, blúndu og lit­rík­um tex­tíl­bót­um. Dyl­an klædd­ist jakk­an­um í kvik­mynd­inni Hearts of Fire sem kom út árið 1987. 

Stór­leik­ur Chala­met

Dyl­an hef­ur án efa haft mik­il áhrif á Chala­met und­an­farið. Chala­met var til­nefnd­ur til Óskar­sverðlauna sem besti leik­ar­inn og hlaut SAG-verðlaun­in fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni. Það á eft­ir að koma í ljós hvort Chala­met hafi keypt fleira frá Dyl­an á upp­boðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda