„Dularfulli“ kaupandinn kom upp um sjálfan sig

Chalamet er mikið tískutákn og gengur langt fyrir réttu fötin.
Chalamet er mikið tískutákn og gengur langt fyrir réttu fötin. Samsett mynd/AFP

Í janúar á þessu ári setti ameríska uppboðshúsið Julien's upp mikla sýningu og uppboð á frægum hlutum úr tíð tónlistarmannsins Bob Dylan. Julien's hefur áður boðið upp hluti frá Elvis Presley, Marilyn Monroe, Ringo Starr, Kurt Cobain og Lady Gaga. Á uppboðinu með hlutum frá Dylan var meðal annars einn gallajakki sem ónefndur kaupandi greiddi rúmlega þrjár milljónir króna fyrir.

Timothée Chalamet í jakkanum.
Timothée Chalamet í jakkanum. Skjáskot/Instagram
Bob Dylan klæddist jakkanum í kvikmyndinni Hearts of Fire sem …
Bob Dylan klæddist jakkanum í kvikmyndinni Hearts of Fire sem kom út árið 1987.
Chalamet greiddi rúmlega þrjár milljónir króna fyrir jakkann.
Chalamet greiddi rúmlega þrjár milljónir króna fyrir jakkann.


„Kom upp“ um sjálfan sig 

Nú hefur dularfulli kaupandinn komið í ljós en það „komst upp um hann“ á samfélagsmiðlinum Instagram á dögunum. Enginn annar en stórleikarinn Timothée Chalamet birti mynd af sér í jakkanum. 

Jakkinn er úr gallaefni, bróderaður og skreyttur með flaueli, blúndu og litríkum textílbótum. Dylan klæddist jakkanum í kvikmyndinni Hearts of Fire sem kom út árið 1987. 

Stórleikur Chalamet

Dylan hefur án efa haft mikil áhrif á Chalamet undanfarið. Chalamet var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikarinn og hlaut SAG-verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni. Það á eftir að koma í ljós hvort Chalamet hafi keypt fleira frá Dylan á uppboðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda