Hafdís selur fötin sín

Hafdís Björg Kristjánsdóttir er að selja fötin sín.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir er að selja fötin sín. Ljósmynd/Instagram

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari hefur tekið til í fataskápnum og er að selja af sér spjarirnar.

Hún hefur verið að sýna fylgjendum sínum á Instagram frá góssinu sem er til sölu en þar má meðal annars finna stutta skyrtu frá Calvin Klein, bleika samfellu og túrkísbláan netakjól.

Hafdís býður upp á stútfulla slá af flottum fötum.
Hafdís býður upp á stútfulla slá af flottum fötum. Skjáskot/Instagram

Endurnýting í Kópavogi

„Fullt af flottum fötum á geggjuðu verði,“ skrifar Hafdís og bendir á að fötin eru til sölu í versluninni Gullið mitt sem staðsett er í Kópavogi. 

Undanfarin ár hefur það aukist verulega að fólk leigi sér bása og selji lítið notuð föt. Verslunum sem bjóða upp á þessa þjónustu hefur fjölgað verulega en hún ýtir undir endurnýtingu fatnaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda