Liturinn sem mun taka yfir fataskápinn þinn

Timothée Chalamet, Totéme, Givenchy og Chloé.
Timothée Chalamet, Totéme, Givenchy og Chloé. Samsett mynd

Það var á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári sem stórleikarinn Timothée Chalamet mætti á rauða dregilinn klæddur smjörgulum leðurfatnaði frá toppi til táar. Þar með staðfesti hann einn heitasta lit ársins: smjörgulan. Fötin voru sérsaumuð á Chalamet hjá franska tískuhúsinu Givenchy. Nýr listrænn stjórnandi Givenchy er hin enska Sarah Burton sem hóf störf í september á síðasta ári. 

Nú á tískuvikunni í París sýndi hún fyrstu línuna sína sem er fyrir haustið 2025. Fyrsta flíkin sem birtist sýningargestum var hin fallegasta leðurkápa í smjörgulum lit.

Timothée Chalamet á Óskarsverðlaununum sem fóru fram í upphafi mars …
Timothée Chalamet á Óskarsverðlaununum sem fóru fram í upphafi mars á þessu ári. Robyn Beck/AFP
Úr haust- og vetrarlínu Givenchy fyrir árið 2025.
Úr haust- og vetrarlínu Givenchy fyrir árið 2025. Ljósmynd/Givenchy

Í vor, sumar og fram á haust

Síðasta sumar varð liturinn orðinn áberandi og spáðu helstu tískufjölmiðlar heims því að hann tæki við af kamelbrúna litnum. Sú spá hefur ræst. 

Þetta er litur sem margir hafa eflaust tengt við páskana. Nú er þetta hins vegar orðinn einn mest áberandi liturinn í tískuheiminum og tími til að aftengja hann frá páskaunganum. Þessi litur verður út um allt í vor, sumar og áfram inn í haustið.

Í vor- og sumarlínum tískuhúsanna Givenchy, Chanel, Chloé, Totéme og Stellu McCartney var gullfallegur fatnaður í litnum sendur niður tískupallana.

Þetta er ekki gul­ur, sem marg­ir hræðast, held­ur mjög dauf­ur tónn af hon­um. Smjörgulur passar vel við svart og aðra gula tóna. Þeir sem óttast litinn geta tónað hann niður og fjárfest í flíkum sem eru aðeins meira út í kremlitaðan.

Fatnaður í þessum dásamlega lit er farinn að streyma inn í verslanir. Vertu vakandi á næstunni.

Úr hátískulínu Chanel fyrir árið 2025.
Úr hátískulínu Chanel fyrir árið 2025. Julien De Rosa/AFP
Leikkonan Kelly Rutherford í París fyrr á árinu í smjörgulri …
Leikkonan Kelly Rutherford í París fyrr á árinu í smjörgulri dragt. Thibaud Moritz/AFP
Úr vor- og sumarlínu Totéme fyrir árið 2025.
Úr vor- og sumarlínu Totéme fyrir árið 2025. Ljósmynd/Toteme
Úr vor- og sumarlínu Chloé fyrir árið 2025.
Úr vor- og sumarlínu Chloé fyrir árið 2025. Ljósmynd/Chloé
Síður satínkjóll í smjörgulum lit úr haust- og vetrarlínu breska …
Síður satínkjóll í smjörgulum lit úr haust- og vetrarlínu breska fatahönnuðarins Stellu McCartney fyrir árið 2025. Alain Jocard/AFP
Smjörgul taska úr haust- og vetrarlínu Louis Vuitton fyrir árið …
Smjörgul taska úr haust- og vetrarlínu Louis Vuitton fyrir árið 2025. Bertrand Guay/AFP
Fyrirsætan og leikstjórinn Margharet Zhang klæðist svörtum satínjakka með smjörgulu …
Fyrirsætan og leikstjórinn Margharet Zhang klæðist svörtum satínjakka með smjörgulu fóðri á tískusýningu Chanel á tískuvikunni í París sem var haldin í upphafi marsmánaðar. Kiran Ridley/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda