„Annars er allra uppáhaldshönnuðurinn minn mamma mín“

Sara Kamban, ung og efnileg með áhuga á tísku.
Sara Kamban, ung og efnileg með áhuga á tísku. Samsett mynd

Sara Kamb­an er tví­tug Laug­ar­dals­mær sem hef­ur mik­inn áhuga á tísku. Hún stund­ar nám í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands og vinn­ur bæði í tísku­vöru­versl­un­inni Húrra Reykja­vík og í fé­lags­miðstöð sam­hliða nám­inu. Sara er með per­sónu­leg­an fata­stíl og veit upp á hár hvað er fram und­an í tísk­unni. 

Klass­ísk­ur stíll með smá tvisti

Þegar kem­ur að fata­stíl lýs­ir Sara sín­um sem elevated basic, frá degi til dags klæðist hún klass­ísk­um og stíl­hrein­um föt­um sem hún ger­ir svo meira spenn­andi með áhuga­verðum fylgi­hlut­um eða ein­stök­um flík­um.

„Ég er mikið að vinna með skyrt­ur og góðar galla­bux­ur eða jakkafata­bux­ur. Svo poppa ég out­fitt­in upp með fylgi­hlut­um og skemmti­leg­um flík­um sem gefa lúkk­inu smá karakt­er. Ég elska líka að dressa mig upp fyr­ir til­efni og setja sam­an töff lúkk eða að klæðast fal­leg­um kjól­um.’’

Sara klæðist klassískum fötum en er dugleg að poppa upp …
Sara klæðist klass­ísk­um föt­um en er dug­leg að poppa upp lúkkið með fylgi­hlut­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Leðurtaska frá Flórens og hvíti pels­inn í upp­á­haldi

Einn fylgi­hlut­ur sem hún hef­ur notað mikið upp á síðkastið er vín­rauð leðurtaska sem hún fann á leður­markaði í Flórens.

„Mér finnst lit­ur­inn svo skemmti­leg­ur og hann pass­ar við allt! Ég hef líka verið að elska hvíta pels­inn minn sem ég keypti notaðan á Regn-app­inu. Þetta tvennt finnst mér líka fara mjög vel sam­an,“ seg­ir hún.

Sara klædd hvíta pelsinum og með vínrauðu leðurtöskuna.
Sara klædd hvíta pels­in­um og með vín­rauðu leðurtösk­una. Ljós­mynd/​Aðsend

Upp­á­halds flík­in – káp­an og kjóll sem mamma henn­ar hannaði

Aðspurð um upp­á­halds­flík­ina þessa dag­ana er svar Söru skýrt.

„Svarta Eytys-káp­an mín. Það er svo auðvelt að klæða hana bæði upp og niður. Um leið og ég hendi mér í hana finnst mér ég strax verða meiri skvís.“

Hins veg­ar á hún einnig afar hjart­fólgna flík sem mamma henn­ar hannaði:

„Allra upp­á­halds­flík­in mín hlýt­ur samt að vera fal­legi siffon-kjóll­inn sem mamma mín hannaði,“ seg­ir hún.

Siffon-kjóllinn sem mamma Söru hannaði.
Siffon-kjóll­inn sem mamma Söru hannaði. Ljós­mynd/​Aðsend
Sara í svörtu Eytys-kápunni sinni, sem er í miklu uppáhaldi.
Sara í svörtu Eytys-káp­unni sinni, sem er í miklu upp­á­haldi. Ljós­mynd/​Aðsend

Horft til 2025: „Kú­reka vibe“ og óvenju­leg­ar sam­setn­ing­ar

Sara hef­ur fylgst vel með því sem er að ger­ast í tísk­unni og spá­ir því að nokk­ur trend muni setja svip sinn á árið 2025.

„Mér finnst ég vera að sjá fjöl­breytt trend á ár­inu. Ég held að denim on denim muni halda áfram að njóta sín á ár­inu. Stór belti og „fr­inge“ eru að koma sterk inn, smá svona kú­reka vibe. Síðan held ég að það verði í tísku að para sam­an flík­ur sem eiga ekki endi­lega heima sam­an eins og til dæm­is íþrótta­bux­ur við hæla eða loa­fers! Ég hef verið að sjá mikið af prjóni, alls kon­ar skemmti­leg­ar út­færsl­ur af prjónuðum peys­um, trefl­um og lambhús­hett­um.’’

Hins veg­ar tel­ur hún að við mun­um sjá minna af ofur-víðum bux­um og meira af aðsniðnari föt­um.

Vil sjá færri trend árið 2025

Sara hef­ur ákveðna skoðun á hröðum tísku­bylgj­um. „Ég vil í raun sjá færri trend þannig að per­sónu­legi stíll fólks fái að njóta sín bet­ur!“

Hún bend­ir á að örtrend, eða microtrends, poppi upp nán­ast dag­lega, sem get­ur verið yfirþyrm­andi.

„Trend og tísku­bylgj­ur eru auðvitað ekk­ert að fara neitt og geta verið mjög skemmti­leg, en það get­ur líka verið smá haus­verk­ur að sjá nýtt microtrend koma inn ann­an hvern dag. Eng­in boð og bönn og meiri fjöl­breytni í fata­skápn­um er eitt­hvað sem ég ætla að til­einka mér á ár­inu.“

Tíska á Íslandi á miðað við heim­inn

Sara seg­ir að hún finni mik­inn mun á tísku á Íslandi og í út­lönd­um, sér­stak­lega í stór­borg­um Evr­ópu.

„Tísk­an úti, sér­stak­lega í stór­borg­um Evr­ópu, er fjöl­breytt­ari. Ég finn það sjálf að ég er til­bú­in að taka fleiri sénsa þegar ég er að klæða mig upp í út­lönd­um,“ seg­ir hún.

Hún tek­ur þó fram að Íslend­ing­ar séu al­veg með tísk­una á hreinu og að hún eigi marga vini með ein­stak­an fata­stíl sem hún lít­ur upp til.

Sara ásamt vinkonu sinni Nadíu Áróru.
Sara ásamt vin­konu sinni Nadíu Áróru. Ljós­mynd/​Aðsend

Skrýtn­asta og skemmti­leg­asta trendið 

Eitt það eft­ir­minni­leg­asta tískutrend sem Sara hef­ur tekið þátt í var þegar hún fékk inn­blást­ur frá Hailey Bie­ber og mætti í jakka­föt­um af kær­asta sín­um sem voru þar með of stór á hana í bún­ingapartí. 

„Ég elskaði lúkkið og væri til í að vinna meira með jakka­föt­in.“

Sara í jakkafötunum af kærasta sínum á leiðinni í partí.
Sara í jakka­föt­un­um af kær­asta sín­um á leiðinni í partí. Ljós­mynd/​Aðsend

Jafn­vægið milli tísku­strauma og per­sónu­legs stíls

Hvernig finn­ur þú jafn­vægið á milli þess að fylgja tísku­straum­um og viðhalda sín­um ein­staka stíl?

„Þegar ég kaupi mér föt reyni ég alltaf að velja flík­ur sem hafa mikið nota­gildi og end­ast vel. Mér finnst mik­il­vægt að eiga góðan grunn í fata­skápn­um – föt sem henta við ýmis til­efni og ég get alltaf gripið í. Með þessu næ ég að halda í minn per­sónu­lega stíl en samt fylgja tísk­unni að ein­hverju leyti,“ seg­ir hún.

Upp­á­halds­merk­in

Hvað varðar upp­á­halds­merki þá nefn­ir Sara tísku­merkið Isa­bel Mar­ant, þá sér­stak­lega eldri lín­ur frá 2009 – 2012 og einnig fylg­ist hún vel með danska merk­inu Opera Sport. Eins dá­sam­ar hún mömmu sína, sem er fata­hönnuður og henn­ar helsta fyr­ir­mynd í tísku­heim­in­um.

„Ann­ars er allra upp­á­halds­hönnuður­inn minn mamma mín sem stofnaði fata­merkið sitt Royal Extreme árið 2009 en setti það til hliðar nokkr­um árum seinna. Í dag er hún stödd í Flórens í masters­námi í fata­hönn­un og elt­ir draum­inn. Hún er klár­lega fyr­ir­mynd­in mín í tísku­heim­in­um, enda ótrú­lega hæfi­leika­rík og best í að stíla mig upp!“

Sara ásamt móður sinni.
Sara ásamt móður sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Draumafata­skáp­ur­inn

Aðspurð hvaða fata­skáp hún myndi helst vilja skipta á við í einn dag, átti Sara ekki í nein­um vafa.

„Ég tæki fata­skáp­inn hjá vini mín­um Sverri Inga. Hann er að læra fata­hönn­un í LHÍ og á enda­laust fal­leg­ar og ein­stak­ar flík­ur. Ég er ekki lengi að hringja í Sverri þegar mig vant­ar hjálp við að stíla upp lúkk eða þegar mig vant­ar flík í láni.“

Sara ásamt vini sínum Sverri Inga.
Sara ásamt vini sín­um Sverri Inga. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda