Klæddust ljósu í von um bjartari tíma

Það þekkist að klæða sig í takt við skapið, jú …
Það þekkist að klæða sig í takt við skapið, jú eða vonir. mbl.is/Ólafur Árdal

Ljós­ar yf­ir­hafn­ir voru áber­andi á rík­is­ráðsfundi á Bessa­stöðum sem fór fram um helg­ina. Mikið hef­ur gustað um rík­is­stjórn­ina síðustu daga vegna mála Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi mennta- og barna­málaráðherra. Þrátt fyr­ir það virðist rík­is­stjórn­in ekki ætla að láta rokið hafa áhrif og vona að vorið færi þeim bjart­ari veður og betri frétt­ir.

Það voru þær Kristrún Frosta­dótt­ir, Hanna Katrín Friðriks­son og Alma Möller sem mættu og klæddu sig í takt við bjart­sýn­istil­finn­ing­arn­ar og klædd­ust ljós­brún­um yf­ir­höfn­um. Kristrún valdi sér ljós­an ryk­frakka sem er skyldu­eign í hvern fata­skáp og er létt yf­ir­höfn. Hanna Katrín klædd­ist stutt­um jakka úr leðri eða leður­líki og Alma valdi sér einnig stutt­an ljós­an jakka með kraga. Jakki Ölmu var fín­leg­ast­ur en hún hneppti hon­um al­veg upp að hálsi. 

Ljós­ar yf­ir­hafn­ir eru áber­andi í versl­un­um núna og eru þær til í mörg­um út­gáf­um. Ryk­frakka Kristrún­ar er hægt að nota á mis­mun­andi hátt en fer sér­stak­lega vel með ljós­um galla­bux­um. Það er mikið nota­gildi í stutt­um jökk­um eins og Hanna Katrín og Alma klæðast en þá má nota við bux­ur, pils og yfir kjóla. 

Hér fyr­ir neðan eru hug­mynd­ir að svipuðum jökk­um fyr­ir aðra í eins bjart­sýniskasti og rík­is­stjórn­in.

Ljós rykfrakki úr Zöru sem kostar 15.995 kr.
Ljós ryk­frakki úr Zöru sem kost­ar 15.995 kr.
Leðurjakki frá Samsoe Samsoe, fæst GK Reykjavík og kostar 76.995 …
Leður­jakki frá Sam­soe Sam­soe, fæst GK Reykja­vík og kost­ar 76.995 kr.
Stuttur jakki frá Hugo, fæst í Mathildu og kostar 36.990 …
Stutt­ur jakki frá Hugo, fæst í Mat­hildu og kost­ar 36.990 kr.
Ljós, stuttur rykfrakki frá Calvin Klein, fæst hjá FOU22 og …
Ljós, stutt­ur ryk­frakki frá Cal­vin Klein, fæst hjá FOU22 og kost­ar 34.900 kr.
Jakki frá Birrot, fæst í Andrá og kostar 76.990 kr.
Jakki frá Birrot, fæst í Andrá og kost­ar 76.990 kr.
Stuttur jakki frá Cos sem kostar 25.000 kr.
Stutt­ur jakki frá Cos sem kost­ar 25.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda