Klæddust ljósu í von um bjartari tíma

Það þekkist að klæða sig í takt við skapið, jú …
Það þekkist að klæða sig í takt við skapið, jú eða vonir. mbl.is/Ólafur Árdal

Ljósar yfirhafnir voru áberandi á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem fór fram um helgina. Mikið hefur gustað um ríkisstjórnina síðustu daga vegna mála Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra. Þrátt fyrir það virðist ríkisstjórnin ekki ætla að láta rokið hafa áhrif og vona að vorið færi þeim bjartari veður og betri fréttir.

Það voru þær Kristrún Frostadóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Alma Möller sem mættu og klæddu sig í takt við bjartsýnistilfinningarnar og klæddust ljósbrúnum yfirhöfnum. Kristrún valdi sér ljósan rykfrakka sem er skyldueign í hvern fataskáp og er létt yfirhöfn. Hanna Katrín klæddist stuttum jakka úr leðri eða leðurlíki og Alma valdi sér einnig stuttan ljósan jakka með kraga. Jakki Ölmu var fínlegastur en hún hneppti honum alveg upp að hálsi. 

Ljósar yfirhafnir eru áberandi í verslunum núna og eru þær til í mörgum útgáfum. Rykfrakka Kristrúnar er hægt að nota á mismunandi hátt en fer sérstaklega vel með ljósum gallabuxum. Það er mikið notagildi í stuttum jökkum eins og Hanna Katrín og Alma klæðast en þá má nota við buxur, pils og yfir kjóla. 

Hér fyrir neðan eru hugmyndir að svipuðum jökkum fyrir aðra í eins bjartsýniskasti og ríkisstjórnin.

Ljós rykfrakki úr Zöru sem kostar 15.995 kr.
Ljós rykfrakki úr Zöru sem kostar 15.995 kr.
Leðurjakki frá Samsoe Samsoe, fæst GK Reykjavík og kostar 76.995 …
Leðurjakki frá Samsoe Samsoe, fæst GK Reykjavík og kostar 76.995 kr.
Stuttur jakki frá Hugo, fæst í Mathildu og kostar 36.990 …
Stuttur jakki frá Hugo, fæst í Mathildu og kostar 36.990 kr.
Ljós, stuttur rykfrakki frá Calvin Klein, fæst hjá FOU22 og …
Ljós, stuttur rykfrakki frá Calvin Klein, fæst hjá FOU22 og kostar 34.900 kr.
Jakki frá Birrot, fæst í Andrá og kostar 76.990 kr.
Jakki frá Birrot, fæst í Andrá og kostar 76.990 kr.
Stuttur jakki frá Cos sem kostar 25.000 kr.
Stuttur jakki frá Cos sem kostar 25.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda