Segist vera með brúðarkjól Melaniu Trump til sölu

Seljandinn segir þetta vera sama kjól og Melania Trump gifti …
Seljandinn segir þetta vera sama kjól og Melania Trump gifti sig í. Skjáskot/Ebay

Selj­andi brúðar­kjóls á upp­boðsvefsíðunni Ebay seg­ist vera með brúðar­kjól Mel­aniu Trump til sölu. Selj­and­inn seg­ist hafa keypt kjól­inn á rúm­lega níu millj­ón­ir króna til að klæðast í henn­ar eig­in brúðkaupi árið 2010 en vill selja kjól­inn á fjóra og hálfa millj­ón króna.

Kjóll­inn sem Trump klædd­ist árið 2005 var sérsaumaður á hana af fata­hönnuðinum John Galliano. Kjóll­inn vó 30 kg og kostaði rúm­lega 13 millj­ón­ir króna. Kjóll­inn er hlýra­laus, skreytt­ur glitrandi stein­um og með íburðar­miklu pilsi. 

„Christian Dior brúðar­kjóll hannaður af John Galliano fyr­ir Mel­aniu Trump fyr­ir brúðkaup henn­ar og Don­alds Trumps for­seta Banda­ríkj­anna,“ seg­ir í lýs­ing­unni á kjóln­um á Ebay. 

„Það tók yfir 500 klukku­stund­ir að sauma kjól­inn sem er skreytt­ur Sw­arovski-kristöll­um.“

Kjóll Trump í Florida

Kjóll­inn sem er til sölu á Ebay virðist þó ansi frá­brugðinn þeim sem Trump gifti sig í. Selj­and­inn seg­ist hins veg­ar hafa þurft að breyta hon­um mikið og víkka hann. 

„Mel­ania var stærð 0-2 svo ég varð að víkka kjól­inn upp í stærð 4-6. Ég setti auka­lag af satí­n­efni og bróderaði auka­mynstr­um á topp­inn. Ég lét einnig bæta við hlýr­um.“

Tals­menn Trump segja brúðar­kjól­inn vera í geymslu í hí­býl­um þeirra hjóna í Mar-A-Lago í Flórída og því sé þetta ekki sami kjóll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda