Segist vera með brúðarkjól Melaniu Trump til sölu

Seljandinn segir þetta vera sama kjól og Melania Trump gifti …
Seljandinn segir þetta vera sama kjól og Melania Trump gifti sig í. Skjáskot/Ebay

Selj­andi brúðar­kjóls á upp­boðsvefsíðunni Ebay seg­ist vera með brúðar­kjól Mel­aniu Trump til sölu. Selj­and­inn seg­ist hafa keypt kjól­inn á rúm­lega níu millj­ón­ir króna til að klæðast í henn­ar eig­in brúðkaupi árið 2010 en vill selja kjól­inn á fjóra og hálfa millj­ón króna.

Kjóll­inn sem Trump klædd­ist árið 2005 var sérsaumaður á hana af fata­hönnuðinum John Galliano. Kjóll­inn vó 30 kg og kostaði rúm­lega 13 millj­ón­ir króna. Kjóll­inn er hlýra­laus, skreytt­ur glitrandi stein­um og með íburðar­miklu pilsi. 

„Christian Dior brúðar­kjóll hannaður af John Galliano fyr­ir Mel­aniu Trump fyr­ir brúðkaup henn­ar og Don­alds Trumps for­seta Banda­ríkj­anna,“ seg­ir í lýs­ing­unni á kjóln­um á Ebay. 

„Það tók yfir 500 klukku­stund­ir að sauma kjól­inn sem er skreytt­ur Sw­arovski-kristöll­um.“

Kjóll Trump í Florida

Kjóll­inn sem er til sölu á Ebay virðist þó ansi frá­brugðinn þeim sem Trump gifti sig í. Selj­and­inn seg­ist hins veg­ar hafa þurft að breyta hon­um mikið og víkka hann. 

„Mel­ania var stærð 0-2 svo ég varð að víkka kjól­inn upp í stærð 4-6. Ég setti auka­lag af satí­n­efni og bróderaði auka­mynstr­um á topp­inn. Ég lét einnig bæta við hlýr­um.“

Tals­menn Trump segja brúðar­kjól­inn vera í geymslu í hí­býl­um þeirra hjóna í Mar-A-Lago í Flórída og því sé þetta ekki sami kjóll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda