Chris Burkard hannaði fatalínu með íslensku fyrirtæki

Chris Burkard er heillaður af Íslandi og hefur varið miklum …
Chris Burkard er heillaður af Íslandi og hefur varið miklum tíma hér við útivist og ljósmyndun.

Ljósmyndarinn Chris Burkard hefur gefið út nýja fatalínu í samstarfi við 66° Norður. Burkard er mikill Íslandsvinur, er mikill ævintýramaður og hefur ferðast mikið um landið. Hann þekkir íslenskar aðstæður og hefur varið löngum stundum síðustu ár í að sigrast á íslenska veðrinu á öllum árstímum.

Burkard hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Íslandi og segist hafa sérstakt yndi af því að finna fegurðina í hinu óútreiknanlega sem landið býður upp á.

Fötin í línunni eru hönnuð með það að leiðarljósi að þau eigi að tækla þær veðuraðstæður sem hver dagur býður upp á. Í línunni má finna skeljakka, einangraðan jakka og peysu, göngubuxur og stuttbuxur auk hálskraga.

Burkard er mikill ævintýramaður.
Burkard er mikill ævintýramaður.
Fötin í línunni eiga að tækla allar helstu veðuraðstæður.
Fötin í línunni eiga að tækla allar helstu veðuraðstæður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda