Eddu-verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hilton-hótelinu á dögunum. Kynnar kvöldsins voru þær Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir sem halda úti vinsæla hlaðvarpinu Komið gott. Vinkonurnar hafa verið vinsælar sem kynnar eða veislustjórar í alls konar viðburðum og hópefli fyrirtækja undanfarna mánuði.
Bolur Kristínar vakti mikla athygli fyrir þær sakir að þetta er flík sem marga langar að eiga í fataskápnum. Litirnir eru fallegir án þess að vera æpandi en mynstrið er í svörtu, hvítu, pastel- og dökkgrænum lit. Bolurinn fer vel undir jakka, við víðar buxur og í raun hvað sem er.
Sænska fatamerkið Rodebjer er framleiðandi toppsins en merkið er mjög vinsælt hér á landi. Nú fæst það í versluninni Andrá sem er staðsett í miðbæ Reykjavíkur.
Efnasamsetningin er 91% lífræn bómull á móti 9% af teygju. Hann kostar 15.900 kr.
Ekki ganga, hlauptu!