Á fermingardegi barnsins skal reyna að halda sig frá svörtum fatnaði og horfa á liti eins og mintugrænan, bleikan og rauðan, ljósbrúna tóna eða sumarleg mynstur. Dragt í ljósum lit getur verið þægilegur kostur fyrir þær sem vilja helst ekki vera í kjólum en þær sem vilja líflegri fatnað ættu að hafa augun opin fyrir mynstruðu skyrtu- og buxnasetti.
Támjóir skór með lágum hæl er skynsamlegur kostur því það verður lítið setið í veislunni og þeir passa við margt.
Ljósgrænn, mynstraður kjóll frá Zöru sem kostar 8.995 kr.
Pils í sebramynstri frá By Malene Birger, fæst í Companys, Karakter og Kultur og kostar 36.995 kr.
Koníaksbrúnir hælaskór úr Zöru sem kosta 11.995 kr.
Mynstraður kjóll frá Dea Kudibal, fæst í Mathildu og kostar 69.990 kr.
Mintugrænn satínkjóll frá Day Birger et Mikkelsen. Fæst í Kultur og kostar 37.995 kr.
Flæðandi kjóll frá Dea Kudibal, fæst í Mathildu og kostar 79.990 kr.
Mynstraður kjóll frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 49.990 kr.
Vínrauður kjóll frá Rodebjer, fæst í Andrá og kostar 39.900 kr.
Dragtarjakki frá Second Female, fæst hjá FOU22 og kostar 29.900 kr.
Dragtarbuxur frá Second Female, fást hjá FOU22 og kosta 19.900 kr.
Mynstruð skyrta frá Stine Goya, fæst í Andrá og kostar 39.900 kr.
Silkibuxur frá Utzon, fást í Mathildu og kosta 89.990 kr.
Mynstraður kjóll frá Isabel Marant Étoile, fæst í Mathildu og kostar 119.900 kr.
Fallegur ljós jakki frá DAY Birger et Mikkelsen, fæst í Evu og kostar 42.995 kr.
Armband frá Kríu, fæst í Aftur og kostar 23.800 kr.
Peki-hælaskór frá Kalda sem kosta 54.900 kr.
Mynstraðar buxur frá Stine Goya, fást í Andrá og kosta 39.900 kr.
Rós sem hægt er að hnýta í hár eða nota sem hálsskraut, fæst hjá Andreu í Hafnarfirði og kostar 5.900 kr.