Töfraðu fram svindlbrúnku á svipstundu

Þarf ekki að fríska upp á sig núna?
Þarf ekki að fríska upp á sig núna?

Við sem bú­sett erum á norður­hjara ver­ald­ar glím­um „því miður“ ekki við gnægð sól­ar­ljóss held­ur sjá­um við grámann oft­ar. Það eru aðeins einn til tveir stutt­ir mánuðir á ári sem við get­um nýtt til að virðast aðeins líf­legri. Ljósa­bekk­ir eru mun minna notaðir í dag en fyr­ir tíu til tutt­ugu árum en aðrir hlut­ir sem gefa mögu­leika á ein­hvers kon­ar brúnku hafa tekið við. Þetta eru brúnkukrem, sólar­púður, brúnku­drop­ar og svo má lengi telja.

Nú þegar aðeins er farið að birta til eft­ir vet­ur­inn er húðin á mörg­um, sem ekki hafa sótt sér geisla á suðræn­um slóðum, grá, bleik og þurr. Þá get­ur þurft að fríska upp á sig með fljót­leg­um svindlaðferðum. Það er mis­mun­andi hvað fólk kýs að gera til þess en vin­sæl­ustu aðferðirn­ar eru án efa krem með vott af bronslituðum í.

Hvort sem það er litað dag­krem, brúnkukrem fyr­ir and­lit og lík­ama, sólar­púður eða brons­drop­ar í dag­kremið. Það er hugg­andi, í þessu ástandi, að vita til þess að breitt úr­val af slík­um vör­um er til hér á landi. Brons­drop­ar í dag­krem eru góð lausn fyr­ir þá sem hræðast brúnkukremið en einnig eru til létt krem eða svo­kölluð ser­um sem inni­halda ljómann sem við þráum.

Krem frá Marc Inbane sem gefur jafna brúnku. Kostar 8.999 …
Krem frá Marc In­bane sem gef­ur jafna brúnku. Kost­ar 8.999 kr.
Litaleiðréttandi dagkrem sem vinnur á móti gulum húðtón og dregur …
Lita­leiðrétt­andi dag­krem sem vinn­ur á móti gul­um húðtón og dreg­ur úr gráma. Það hent­ar ein­stak­lega vel fyr­ir líf­lausa húð. Fæst hjá Beauty­box og kost­ar 3.760 kr.
Létt og silkimjúkt sólarpúður frá Bobbi Brown. Púðrið blandast mjúklega …
Létt og silkimjúkt sólar­púður frá Bobbi Brown. Púðrið bland­ast mjúk­lega við húðina og gef­ur matt­an en nátt­úru­leg­an lit. Fæst hjá Beauty­box og kost­ar 10.350 kr.
Margnota flauelshanski frá Azure Tan sem dreifir brúnkukreminu jafnt yfir …
Marg­nota flau­els­hanski frá Azure Tan sem dreif­ir brúnkukrem­inu jafnt yfir húðina. Hanskinn kost­ar 1.499 kr.
Terracotta-sólarpúðrið frá Guerlain er gríðarlega vinsælt og ein mest selda …
Terracotta-sólar­púðrið frá Gu­erlain er gríðarlega vin­sælt og ein mest selda vara Gu­erlain. Þetta frísk­ar al­deil­is upp á and­litið.
Brúnkukrem frá Sensai sem er silkilétt að bera á. Þú …
Brúnkukrem frá Sensai sem er silkilétt að bera á. Þú nærð fram bronslitaðri og lýta­lausri áferð með nátt­úru­leg­um brúnkuljóma. Það kost­ar 10.699 kr.
Super Serum Skin Tint frá Ilia, fæst hjá Nola og …
Super Ser­um Skin Tint frá Ilia, fæst hjá Nola og kost­ar 10.990 kr. Þetta er litað ser­um með léttri og ljóm­andi þekju.
Vinsælasta varan frá Sensai er Bronzing Gel. Gefur þér raka …
Vin­sæl­asta var­an frá Sensai er Bronz­ing Gel. Gef­ur þér raka og ljóma. Það kost­ar 5.999 kr.
Létt og silkimjúkt sólarpúður frá Bobbi Brown. Púðrið blandast mjúklega …
Létt og silkimjúkt sólar­púður frá Bobbi Brown. Púðrið bland­ast mjúk­lega við húðina og gef­ur matt­an en nátt­úru­leg­an lit. Fæst hjá Beauty­box og kost­ar 10.350 kr.
Gradual Tanning Face Lotion veitir þér raka og ljómandi húð. …
Gradual Tann­ing Face Loti­on veit­ir þér raka og ljóm­andi húð. Bygg­ir upp nátt­úru­lega brúnku og kost­ar 2.190 kr.
Winter Skin frá ECO By Sonia nærir húðina og gefur …
Win­ter Skin frá ECO By Sonia nær­ir húðina og gef­ur raka. Kremið hent­ar bæði fyr­ir lík­ama og and­lit og það má nota dag­lega. Það gef­ur fal­leg­an brún­an lit sem eykst með hverri notk­un á eðli­leg­an hátt. Fæst í Maí og kost­ar 6.490 kr.
Face Tan Water frá ECO By Sonia, fæst í Maí …
Face Tan Water frá ECO By Sonia, fæst í Maí og kost­ar 6.990 kr. Face Tan Water gef­ur fal­leg­an lit, dreg­ur úr öldrun húðar­inn­ar, minnk­ar lík­urn­ar á bóm­ul, er bæði ró­andi og græðandi og hent­ar öll­um húðtýp­um.
Oh My Glow frá Gosh er létt formúla sem inniheldur …
Oh My Glow frá Gosh er létt formúla sem inni­held­ur ljóma­perl­ur sem færa þér fal­leg­an og sól­kysst­an ljóma allt árið. Þetta má nota á and­lit og lík­ama.
Anti-Aging Facial Tan Serum frá Tan Organic. Frábær lausn til …
Anti-Ag­ing Facial Tan Ser­um frá Tan Org­anic. Frá­bær lausn til að gefa húðinni sól­arkysst­an ljóma og ung­legra út­lit á sama tíma. Bygg­ir upp fal­leg­an og nátt­úru­leg­an lit hægt og hægt. Kost­ar 6.999 kr.
Bronzing Tint frá Dr. Hauschka. Kreminu má blanda í dagkrem …
Bronz­ing Tint frá Dr. Hauschka. Krem­inu má blanda í dag­krem eða farða til að gefa húðinni auk­inn ljóma og sól­arkysst út­lit. Kremið kost­ar 3.699 kr.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda