Við sem búsett erum á norðurhjara veraldar glímum „því miður“ ekki við gnægð sólarljóss heldur sjáum við grámann oftar. Það eru aðeins einn til tveir stuttir mánuðir á ári sem við getum nýtt til að virðast aðeins líflegri. Ljósabekkir eru mun minna notaðir í dag en fyrir tíu til tuttugu árum en aðrir hlutir sem gefa möguleika á einhvers konar brúnku hafa tekið við. Þetta eru brúnkukrem, sólarpúður, brúnkudropar og svo má lengi telja.
Nú þegar aðeins er farið að birta til eftir veturinn er húðin á mörgum, sem ekki hafa sótt sér geisla á suðrænum slóðum, grá, bleik og þurr. Þá getur þurft að fríska upp á sig með fljótlegum svindlaðferðum. Það er mismunandi hvað fólk kýs að gera til þess en vinsælustu aðferðirnar eru án efa krem með vott af bronslituðum í.
Hvort sem það er litað dagkrem, brúnkukrem fyrir andlit og líkama, sólarpúður eða bronsdropar í dagkremið. Það er huggandi, í þessu ástandi, að vita til þess að breitt úrval af slíkum vörum er til hér á landi. Bronsdropar í dagkrem eru góð lausn fyrir þá sem hræðast brúnkukremið en einnig eru til létt krem eða svokölluð serum sem innihalda ljómann sem við þráum.
Krem frá Marc Inbane sem gefur jafna brúnku. Kostar 8.999 kr.
Litaleiðréttandi dagkrem sem vinnur á móti gulum húðtón og dregur úr gráma. Það hentar einstaklega vel fyrir líflausa húð. Fæst hjá Beautybox og kostar 3.760 kr.
Létt og silkimjúkt sólarpúður frá Bobbi Brown. Púðrið blandast mjúklega við húðina og gefur mattan en náttúrulegan lit. Fæst hjá Beautybox og kostar 10.350 kr.
Margnota flauelshanski frá Azure Tan sem dreifir brúnkukreminu jafnt yfir húðina. Hanskinn kostar 1.499 kr.
Terracotta-sólarpúðrið frá Guerlain er gríðarlega vinsælt og ein mest selda vara Guerlain. Þetta frískar aldeilis upp á andlitið.
Brúnkukrem frá Sensai sem er silkilétt að bera á. Þú nærð fram bronslitaðri og lýtalausri áferð með náttúrulegum brúnkuljóma. Það kostar 10.699 kr.
Super Serum Skin Tint frá Ilia, fæst hjá Nola og kostar 10.990 kr. Þetta er litað serum með léttri og ljómandi þekju.
Vinsælasta varan frá Sensai er Bronzing Gel. Gefur þér raka og ljóma. Það kostar 5.999 kr.
Létt og silkimjúkt sólarpúður frá Bobbi Brown. Púðrið blandast mjúklega við húðina og gefur mattan en náttúrulegan lit. Fæst hjá Beautybox og kostar 10.350 kr.
Gradual Tanning Face Lotion veitir þér raka og ljómandi húð. Byggir upp náttúrulega brúnku og kostar 2.190 kr.
Winter Skin frá ECO By Sonia nærir húðina og gefur raka. Kremið hentar bæði fyrir líkama og andlit og það má nota daglega. Það gefur fallegan brúnan lit sem eykst með hverri notkun á eðlilegan hátt. Fæst í Maí og kostar 6.490 kr.
Face Tan Water frá ECO By Sonia, fæst í Maí og kostar 6.990 kr. Face Tan Water gefur fallegan lit, dregur úr öldrun húðarinnar, minnkar líkurnar á bómul, er bæði róandi og græðandi og hentar öllum húðtýpum.
Oh My Glow frá Gosh er létt formúla sem inniheldur ljómaperlur sem færa þér fallegan og sólkysstan ljóma allt árið. Þetta má nota á andlit og líkama.
Anti-Aging Facial Tan Serum frá Tan Organic. Frábær lausn til að gefa húðinni sólarkysstan ljóma og unglegra útlit á sama tíma. Byggir upp fallegan og náttúrulegan lit hægt og hægt. Kostar 6.999 kr.
Bronzing Tint frá Dr. Hauschka. Kreminu má blanda í dagkrem eða farða til að gefa húðinni aukinn ljóma og sólarkysst útlit. Kremið kostar 3.699 kr.