Prinsessan breytti um fatastíl

Stíll Katrínar er alvarlegri og sæmir stöðu hennar innan konungsfjölskyldunnar.
Stíll Katrínar er alvarlegri og sæmir stöðu hennar innan konungsfjölskyldunnar. AFP

Katrín prins­essa af Wales er sögð hafa meðvitað breytt um fata­stíl í takt við nýja stöðu henn­ar inn­an kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Eft­ir and­lát drottn­ing­ar þá hlaut Katrín titil­inn prins­essa af Wales. Hún er sögð vera að und­ir­búa sig und­ir að verða eig­in­kona kon­ungs og hef­ur því fata­stíll­inn breyst í sam­ræmi við það. Föt­in sem hún vel­ur nú ein­kenn­ast af meiri vigt.

Sam­kvæmt um­fjöll­un Hello Magaz­ine er prins­ess­an að mestu leyti hætt að láta sjá sig í kven­leg­um su­mar­kjól­um með mynstri held­ur klæðist hún núna frek­ar þunga­vigt­ar­drögt­um þegar hún sinn­ir kon­ung­leg­um skyldu­störf­um.

„Hún hef­ur al­ger­lega breytt um stefnu í takt við nýja stöðu henn­ar sem prins­essa af Wales,“ seg­ir Mir­anda Holder í viðtali við Hello Magaz­ine.

„Nú reyn­ir hún að beina at­hygli fólks frá því hverju hún klæðist og að störf­un­um henn­ar. Hún kýs vönduð og ein­föld föt í hlut­laus­um lit­um.“

„Þá vek­ur at­hygli að hún er núna yf­ir­leitt í ein­um lit frá toppi til táar. Hún klæðist alls kyns lit­um en bland­ar þeim ekki sam­an.“ Lita­sér­fræðing­ur­inn Mar­ina Thom­as seg­ir að á merkisviðburðum sé hún oft í rauðu þar sem rauður er mik­ill þunga­vigt­ar­lit­ur en þetta gerði Dí­ana prins­essa líka.

„Rauði lit­ur­inn ger­ir mann áræðnari og tákn­ar hug­rekki og vilja­styrk. Með því að klæðast rauðu þá vill hún láta taka eft­ir sér.“

Elísa­bet drottn­ing setti þetta for­dæmi og var alltaf í skær­um lit­um til þess að hún sæ­ist greini­lega í fjöld­an­um. Þetta gerði hún fyr­ir al­menn­ing sem stóð kannski tím­um sam­an í mann­mergð til þess að berja hana aug­um. Það þurfti að vera hægt að koma auga á hana.

Rauði liturinn hefur verið áberandi að undanförnu.
Rauði lit­ur­inn hef­ur verið áber­andi að und­an­förnu. AFP
Jakkar og jarðlitir.
Jakk­ar og jarðlit­ir. AFP
Buxnadragtir njóta aukinna vinsælda hjá Katrínu um þessar mundir. Hún …
Buxna­dragt­ir njóta auk­inna vin­sælda hjá Katrínu um þess­ar mund­ir. Hún vill láta taka sig al­var­lega. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda