Prinsessan breytti um fatastíl

Stíll Katrínar er alvarlegri og sæmir stöðu hennar innan konungsfjölskyldunnar.
Stíll Katrínar er alvarlegri og sæmir stöðu hennar innan konungsfjölskyldunnar. AFP

Katrín prinsessa af Wales er sögð hafa meðvitað breytt um fatastíl í takt við nýja stöðu hennar innan konungsfjölskyldunnar.

Eftir andlát drottningar þá hlaut Katrín titilinn prinsessa af Wales. Hún er sögð vera að undirbúa sig undir að verða eiginkona konungs og hefur því fatastíllinn breyst í samræmi við það. Fötin sem hún velur nú einkennast af meiri vigt.

Samkvæmt umfjöllun Hello Magazine er prinsessan að mestu leyti hætt að láta sjá sig í kvenlegum sumarkjólum með mynstri heldur klæðist hún núna frekar þungavigtardrögtum þegar hún sinnir konunglegum skyldustörfum.

„Hún hefur algerlega breytt um stefnu í takt við nýja stöðu hennar sem prinsessa af Wales,“ segir Miranda Holder í viðtali við Hello Magazine.

„Nú reynir hún að beina athygli fólks frá því hverju hún klæðist og að störfunum hennar. Hún kýs vönduð og einföld föt í hlutlausum litum.“

„Þá vekur athygli að hún er núna yfirleitt í einum lit frá toppi til táar. Hún klæðist alls kyns litum en blandar þeim ekki saman.“ Litasérfræðingurinn Marina Thomas segir að á merkisviðburðum sé hún oft í rauðu þar sem rauður er mikill þungavigtarlitur en þetta gerði Díana prinsessa líka.

„Rauði liturinn gerir mann áræðnari og táknar hugrekki og viljastyrk. Með því að klæðast rauðu þá vill hún láta taka eftir sér.“

Elísabet drottning setti þetta fordæmi og var alltaf í skærum litum til þess að hún sæist greinilega í fjöldanum. Þetta gerði hún fyrir almenning sem stóð kannski tímum saman í mannmergð til þess að berja hana augum. Það þurfti að vera hægt að koma auga á hana.

Rauði liturinn hefur verið áberandi að undanförnu.
Rauði liturinn hefur verið áberandi að undanförnu. AFP
Jakkar og jarðlitir.
Jakkar og jarðlitir. AFP
Buxnadragtir njóta aukinna vinsælda hjá Katrínu um þessar mundir. Hún …
Buxnadragtir njóta aukinna vinsælda hjá Katrínu um þessar mundir. Hún vill láta taka sig alvarlega. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda