Mætti í streng á rauða dregilinn

Hin suðurafríska Tyla hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma.
Hin suðurafríska Tyla hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma. Etienne Laurent/AFP

Kjóll söng­kon­unn­ar Tylu skildi lítið eft­ir fyr­ir ímynd­un­ar­aflið á rauða dregl­in­um í Hollywood. Til­efnið voru Bill­bo­ard-verðlaun kvenna í tónlist. Kjóll Tylu virðist hafa verið gerður úr svört­um streng eða ull­ar­hnykli og vaf­inn um lík­amann. 

Kjóll­inn var úr há­tísku­línu Jean Paul Gaultier fyr­ir vorið 2025. Lítið efni huldi brjóst­in en inn­an und­ir klædd­ist hún svört­um nær­bux­um. Hárið var sett upp.

Hin suðurafríska söng­kona Tyla hlaut verðlaun fyr­ir þau áhrif sem hún hef­ur haft á tón­list­ar­brans­ann á stutt­um tíma. Í ræðu sinni sagðist hún hafa farið frá heima­land­inu með stóra drauma. Í lok ræðunn­ar lofaði hún aðdá­end­um að ný tónlist frá henni væri vænt­an­leg.

Kjóllinn er úr hátískulínu Jean Paul Gaultier.
Kjóll­inn er úr há­tísku­línu Jean Paul Gaultier. Etienne Laurent/​AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda