Mætti í streng á rauða dregilinn

Hin suðurafríska Tyla hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma.
Hin suðurafríska Tyla hefur vakið mikla athygli á stuttum tíma. Etienne Laurent/AFP

Kjóll söngkonunnar Tylu skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið á rauða dreglinum í Hollywood. Tilefnið voru Billboard-verðlaun kvenna í tónlist. Kjóll Tylu virðist hafa verið gerður úr svörtum streng eða ullarhnykli og vafinn um líkamann. 

Kjóllinn var úr hátískulínu Jean Paul Gaultier fyrir vorið 2025. Lítið efni huldi brjóstin en innan undir klæddist hún svörtum nærbuxum. Hárið var sett upp.

Hin suðurafríska söngkona Tyla hlaut verðlaun fyrir þau áhrif sem hún hefur haft á tónlistarbransann á stuttum tíma. Í ræðu sinni sagðist hún hafa farið frá heimalandinu með stóra drauma. Í lok ræðunnar lofaði hún aðdáendum að ný tónlist frá henni væri væntanleg.

Kjóllinn er úr hátískulínu Jean Paul Gaultier.
Kjóllinn er úr hátískulínu Jean Paul Gaultier. Etienne Laurent/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda