„Þetta er algjört bensín til að halda áfram“

Arnar Leó Ágústsson er einn stofnenda Reykjavík Roses.
Arnar Leó Ágústsson er einn stofnenda Reykjavík Roses. Ljósmynd/Úr einkasafni

Fatamerkið Reykjavík Roses var stofnað árið 2016 af hópi einstaklinga sem eru með ástríðu fyrir sköpun á mörgum mismunandi sviðum. Síðan merkið var stofnað hefur það orðið að einhverju mun stærra eða öllu heldur lífsstíl sem sameinar fólk, að mati Arnars Leós Ágústssonar, eins stofnanda merkisins. Fatamerkið fæst nú í einni vinsælustu verslun í Tókýó, Supplier. Arnar segir það heldur óraunverulegt.

Japanska verslunin Supplier var stofnuð árið 2017 og sameinar helstu götustílsmerki heims. Þetta er fyrsta erlenda verslunin sem selur fatnað frá Reykjavík Roses en hins vegar ekki sú fyrsta sem íslenska merkið hefur verið í viðræðum við.

Supplier selur fatnað frá vinsælum merkjum á borð við Unknown London, Cozy, Hellstar, Racer Worldwide og fleira.

Reykjavík Roses og Unknown London.
Reykjavík Roses og Unknown London. Ljósmynd/Úr einkasafni

Hafa myndað ótrúlegustu sambönd

„Það sem heillaði okkur við þá er að þeir eru á sömu bylgjulengd og við þar sem þeir leggja ekki bara áherslu á fötin sjálf heldur líka þann heim eða lífsstíl sem myndast í kringum merkin,“ segir Arnar.

Hvernig kom þetta til?

„Ég hef verið að heimsækja merki erlendis síðustu ár og þar hafa myndast ótrúlegustu sambönd og tengingar. Þar má meðal annars nefna breska merkið Unknown London en við höfum nú þegar farið í tvö samstarfsverkefni með þeim. Eftir seinna samstarfið kynntumst við teyminu á bak við Supplier í Tókýó og í framhaldi af því voru teknir margir fundir með þeim. Í upphafi árs kom fyrsta pöntun. Nú í mars fóru fötin í sölu hjá þeim og var það nánast óraunverulegt að sjá það verða að veruleika.“

Frá samstarfi Reykjavík Roses við rapparann Aron Can.
Frá samstarfi Reykjavík Roses við rapparann Aron Can. Ljósmynd/Úr einkasafni
Frá samstarfi 66°Norður og Reykjavík Roses en þær flíkur seldust …
Frá samstarfi 66°Norður og Reykjavík Roses en þær flíkur seldust upp á miklum hraða.

Skapa sínar eigin leikreglur

Reykjavík Roses er þekkt fyrir áhugaverða og sérstaka nálgun í markaðssetningu.

„Eftir að hafa verið í leiknum í yfir tíu ár þá höfum við farið alls konar leiðir og prófað okkur áfram. Sumt hefur gengið upp og annað ekki. En það sem hefur virkað best fyrir okkur er að fara okkar eigin leiðir að hlutunum, ekki fylgja einhverri uppskrift heldur skapa okkar eigin leikreglur. Svo ætli leyndarmálið sé ekki bara að prófa sig áfram og finna hvað virkar. Ef planið er skýrt þá er það bara að keyra áfram sama hvað og ekki gefast upp,“ svarar Arnar.

Hvað þýðir þetta fyrir merkið?

„Þetta er algjört bensín til að halda áfram.

Hver eru framtíðaráform Reykjavík Roses?

Þau snúast um að setja markið hærra og koma okkur vel fyrir í völdum verslunum erlendis. Tónlist, jaðarsport og pop-ups er stór hluti merkisins og viljum við halda áfram í að efla tengslin í þeim heimi og vinna með þeim sem deila okkar sýn. Annars höldum við bara áfram í því að gera hlutina á okkar hátt, fylgjum okkar leikreglum og vinnum út frá DNA merkisins.“

Peysa frá Reykjavík Roses.
Peysa frá Reykjavík Roses.
Jakki frá Reykjavík Roses.
Jakki frá Reykjavík Roses.
„Eftir að hafa verið í leiknum í yfir tíu ár …
„Eftir að hafa verið í leiknum í yfir tíu ár þá höfum við farið alls konar leiðir og prófað okkur áfram. Sumt hefur gengið upp og annað ekki." Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda