Glæsileg í gegnsæjum kjól

Katie Holmes var afar glæsileg.
Katie Holmes var afar glæsileg. AFP/Michael Loccisano

Svo virðist sem bandaríska leikkonan Katie Holmes, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í unglingaþáttaröðinni Dawson’s Creek, hafi fundið æskubrunninn, en hún virðist ekkert hafa elst undanfarna áratugi.

Holmes, sem er 46 ára, var stórglæsileg á rauða dreglinum á frumsýningu leikverksins Glengarry Glen Ross, sem skartar þeim Kieran Culkin, Bob Odenkirk og Bill Burr í aðalhlutverkum, í Palace-leikhúsinu í New York-borg á mánudagskvöldið.

Leikkonan sýndi vel mótaðan líkama sinn í dramatískum og hálfgegnsæjum Aflalo-kjól er hún stillti sér upp fyrir ljósmyndara á dreglinum. Holmes fullkomnaði lúkkið með mildri augnförðun, eyrnalokkum og rauðri handtösku.

Holmes hefur lengi verið þekkt fyrir flottan fatastíl og er ávallt óaðfinnanlega tilhöfð, hvort sem það er á rölti um götur New York með dóttur sinni, hinni 18 ára gömlu Suri Noelle, á rauða dreglinum eða á verðlaunahátíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda