Glæsileg í gegnsæjum kjól

Katie Holmes var afar glæsileg.
Katie Holmes var afar glæsileg. AFP/Michael Loccisano

Svo virðist sem banda­ríska leik­kon­an Katie Hol­mes, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í ung­lingaþáttaröðinni Daw­son’s Creek, hafi fundið æsku­brunn­inn, en hún virðist ekk­ert hafa elst und­an­farna ára­tugi.

Hol­mes, sem er 46 ára, var stór­glæsi­leg á rauða dregl­in­um á frum­sýn­ingu leik­verks­ins Gleng­arry Glen Ross, sem skart­ar þeim Kier­an Cul­kin, Bob Od­en­k­irk og Bill Burr í aðal­hlut­verk­um, í Palace-leik­hús­inu í New York-borg á mánu­dags­kvöldið.

Leik­kon­an sýndi vel mótaðan lík­ama sinn í drama­tísk­um og hálf­gegn­sæj­um Afla­lo-kjól er hún stillti sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara á dregl­in­um. Hol­mes full­komnaði lúkkið með mildri augn­förðun, eyrna­lokk­um og rauðri hand­tösku.

Hol­mes hef­ur lengi verið þekkt fyr­ir flott­an fata­stíl og er ávallt óaðfinn­an­lega til­höfð, hvort sem það er á rölti um göt­ur New York með dótt­ur sinni, hinni 18 ára gömlu Suri Noelle, á rauða dregl­in­um eða á verðlauna­hátíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda