Glæsileg í gegnsæjum kjól

Katie Holmes var afar glæsileg.
Katie Holmes var afar glæsileg. AFP/Michael Loccisano

Svo virðist sem banda­ríska leik­kon­an Katie Hol­mes, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir hlut­verk sitt í ung­lingaþáttaröðinni Daw­son’s Creek, hafi fundið æsku­brunn­inn, en hún virðist ekk­ert hafa elst und­an­farna ára­tugi.

Hol­mes, sem er 46 ára, var stór­glæsi­leg á rauða dregl­in­um á frum­sýn­ingu leik­verks­ins Gleng­arry Glen Ross, sem skart­ar þeim Kier­an Cul­kin, Bob Od­en­k­irk og Bill Burr í aðal­hlut­verk­um, í Palace-leik­hús­inu í New York-borg á mánu­dags­kvöldið.

Leik­kon­an sýndi vel mótaðan lík­ama sinn í drama­tísk­um og hálf­gegn­sæj­um Afla­lo-kjól er hún stillti sér upp fyr­ir ljós­mynd­ara á dregl­in­um. Hol­mes full­komnaði lúkkið með mildri augn­förðun, eyrna­lokk­um og rauðri hand­tösku.

Hol­mes hef­ur lengi verið þekkt fyr­ir flott­an fata­stíl og er ávallt óaðfinn­an­lega til­höfð, hvort sem það er á rölti um göt­ur New York með dótt­ur sinni, hinni 18 ára gömlu Suri Noelle, á rauða dregl­in­um eða á verðlauna­hátíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda