Charlene prinsessa af Mónakó vakti athygli fyrir klæðaburð á galakvöldi Bal de la Rose. Prinsessan þykir alltaf fín en samkvæmt umfjöllun The Independent þá þótti þessi kjóll sá allra glæsilegasti sem hún hefur klæðst hingað til.
Prinsessan var í síðkjól frá ítalska hátískumerkinu Dolce & Gabbana. Axlirnar voru berar nema grænu blúnduefni var dreypt yfir aðra hliðina svo minnti á gyðju.
Kjóllinn ber nafnið „Lamé Chantilly Lace Dress“ og kostar tæpar 800 þúsund íslenskar krónur.
Charlene hefur þó ekki alltaf verið svona örugg þegar kemur að fatavali. Í viðtali við Tatler árið 2010 sagði hún að fyrsta ballið hennar sem prinsessa hafi verið ákveðin eldskírn. Hún hafði verið í blaki allan daginn og ekkert pælt í í hverju hún skyldi klæðast fyrr en rétt fyrir ballið. Hún fékk lánaðan grænan kjól frá vinkonu sinni. Gerði hárið sitt sjálf og málaði neglurnar rauðar. „Ég leit út eins og jólatré,“ sagði hún.