Charlene prinsessa vakti athygli í gyðju-kjól

Charlene prinsessa þykir alltaf vel til höfð.
Charlene prinsessa þykir alltaf vel til höfð. AFP

Char­lene prins­essa af Mónakó vakti at­hygli fyr­ir klæðaburð á gala­kvöldi Bal de la Rose. Prins­ess­an þykir alltaf fín en sam­kvæmt um­fjöll­un The In­depend­ent þá þótti þessi kjóll sá allra glæsi­leg­asti sem hún hef­ur klæðst hingað til.

Prins­ess­an var í síðkjól frá ít­alska há­tísku­merk­inu Dolce & Gabb­ana. Axl­irn­ar voru ber­ar nema grænu blúndu­efni var dreypt yfir aðra hliðina svo minnti á gyðju.

Kjóll­inn ber nafnið „Lamé Chan­tilly Lace Dress“ og kost­ar tæp­ar 800 þúsund ís­lensk­ar krón­ur.

Char­lene hef­ur þó ekki alltaf verið svona ör­ugg þegar kem­ur að fata­vali. Í viðtali við Tatler árið 2010 sagði hún að fyrsta ballið henn­ar sem prins­essa hafi verið ákveðin eld­skírn. Hún hafði verið í blaki all­an dag­inn og ekk­ert pælt í í hverju hún skyldi klæðast fyrr en rétt fyr­ir ballið. Hún fékk lánaðan græn­an kjól frá vin­konu sinni. Gerði hárið sitt sjálf og málaði negl­urn­ar rauðar. „Ég leit út eins og jóla­tré,“ sagði hún.

Kjóll Charlene kostar um 800 þúsund krónur.
Kjóll Char­lene kost­ar um 800 þúsund krón­ur. AFP
Francoise Dumas, Christian Louboutin, Karólína prinsessa af Hannover, Charlene prinsessa …
Francoise Dumas, Christian Lou­bout­in, Karólína prins­essa af Hanno­ver, Char­lene prins­essa af Mónakó, Stephane Val­eri og Al­bert prins af Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda