Það var í kringum árið 2000 þegar stutt pils yfir buxur voru í tísku. Þá voru teygjanlegir hlýrabolir notaðir sem pils yfir þröngu Tark-buxurnar og fór dágóður tími, og tækni, í að rúlla hlýrabolnum rétt yfir buxnastrenginn.
Þessi tískubylgja gleymist seint og síst ekki í ár því að margir hönnuðir hafa komið buxnapilsinu aftur í tísku. Fyrir sumarið sáust þessar flíkur hjá tískuhúsum eins og Bottega Veneta, Johanna Parv, Ami og Monse. Það verður þó að segjast að buxnapilsin í ár eru aðeins fágaðri en fyrir rúmum tuttugu árum síðan.
Í vor mun flíkin fást í verslunum sem ein flík sem er mjög þægilegt. Fyrir þær sem vilja nota meðfæddu stílistahæfileikana geta leikið sér með það sem er nú þegar í fataskápnum.