Tók sig til og fór í svarta skó

Vor í lofti og forsetahjónunum var vel tekið.
Vor í lofti og forsetahjónunum var vel tekið. Samsett mynd

Allra augu bein­ast að Höllu Tóm­as­dótt­ur for­seta Íslands og eig­in­manni henn­ar Birni Skúla­syni í til­efni op­in­berr­ar heim­sókn­ar þeirra til Nor­egs.

Hjón­un­um var vel tekið við norsku kon­ungs­höll­ina fyrr í dag af Há­koni krón­prins og Mette-Ma­rit krón­prins­essu Nor­egs. 

Íslensk hönn­un í sná­ka­skinns­mynstri

Halla Tóm­as­dótt­ir klædd­ist ljós­um hnésíðum kjól, mynstruðum silki­klút eins og hef­ur verið henn­ar ein­kenn­is­merki, og kremlituðum jakka yfir úr broca­de-efni.

Broca­de-efni er lúxus­efni sem notað er við fín­ustu til­efni. Upp­haf­lega voru slík efni ofin úr silki en í dag er þeim oft blandað við gervi­efni til að styrkja þau. Það sem ein­kenn­ir broca­de-efn­in er að þó að mynstrið sé ofið ofan í efnið þá stend­ur það samt út og er í ann­arri áferð og stund­um í öðrum lit. Þessi efni hafa yf­ir­leitt gljáa, glit­ur eða satí­ná­ferð.

Broca­de-efni hef­ur verið kallað rósasilki en það er vís­un í rósam­ynstrið sem hef­ur ein­kennt þess­ar flík­ur frá upp­hafi.

Skór Höllu stóðu upp úr en þeir eru frá ís­lenska fylgi­hluta­merk­inu Kalda. Skórn­ir eru klass­ísk­ir frá merk­inu, heita Peki og eru með sná­ka­skinns­mynstri. Skórn­ir koma í mörg­um mis­mun­andi lita­út­gáf­um en skór Höllu fara vel með ljósu föt­un­um. 

Skórn­ir kosta 54.800 krón­ur á vefsíðu Kalda.

Hákon krónprins Noregs fylgir Höllu á myndinni.
Há­kon krón­prins Nor­egs fylg­ir Höllu á mynd­inni. AFP
Skór Höllu koma frá íslenska merkinu Kalda.
Skór Höllu koma frá ís­lenska merk­inu Kalda.

Björn í svört­um skóm

Smart­land vakti at­hygli á skó­búnaði Björns í op­in­berri heim­sókn for­seta­hjón­anna til Kaup­manna­hafn­ar í ág­úst á síðasta ári. Þar klædd­ist hann dökk­blá­um jakka­föt­um, blárri skyrtu og brún­um skóm. 

Nú klæðist hann svört­um jakka­föt­um, svartri skyrtu við svarta vel pússaða skó. Bindið var mynstrað með hvít­um dopp­um sem braut upp á heild­ar­út­litið. 

Björn skúlason klæddist svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og svörtum skóm.
Björn skúla­son klædd­ist svört­um jakka­föt­um, hvítri skyrtu og svört­um skóm. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda