Fermingarmæðgur fóru saman í förðun

Mæðgurnar Helena Þóra Finnbogadóttir og Júnía Isabella Gargiulo.
Mæðgurnar Helena Þóra Finnbogadóttir og Júnía Isabella Gargiulo. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Dýr­leif Sveins­dótt­ir förðun­ar­fræðing­ur farðaði mæðgurn­ar Helenu Þóru Finn­boga­dótt­ur og Jún­íu Isa­bellu Gargiu­lo. Hún notaði ólík­ar förðun­ar­vör­ur á mæðgurn­ar því ferm­ing­ar­stúlka þarf allt aðrar húðvör­ur í and­litið en móðir sem er kom­in yfir fimm­tugt. 

Dýr­leif byrjaði á því að farða Helenu.

„Ég byrjaði á því að und­ir­búa húðina vel en ég valdi að nota Shiseido-húðvör­ur.

Fyrsta skrefið var að baða and­litið upp úr Eu­derm­ine Acti­vat­ing Essence en með þess­ari vöru nær húðin full­komnu jafn­vægi. Næst bar ég Be­nef­i­ance-augnkremið und­ir aug­un og á augn­beinið en þetta krem dreg­ur úr fín­um lín­um, minnk­ar hrukk­ur og er æðis­legt und­ir hylj­ara því áferðin er kremuð en létt á sama tíma. Á húðina valdi ég eins og svo oft áður Vital Per­fecti­on-and­lit­skremið en það gef­ur fyll­ingu, lyft­ir og er á sama tíma full­kom­inn grunn­ur und­ir farða,“ seg­ir Dýr­leif sem vildi hafa húð Helenu ferska og ljóm­andi.

Dýrleif notaði Synchro Skin Radiant Lifting-farðann frá Shiseido á Helenu …
Dýr­leif notaði Synchro Skin Radi­ant Lift­ing-farðann frá Shiseido á Helenu en hann hent­ar vel fyr­ir kon­ur eins og hana. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir

„Synchro Skin Radi­ant Lift­ing-farðinn frá Shiseido hent­ar vel fyr­ir kon­ur á Helenu aldri. Ég byrjaði á að setja farðann þar sem húðin þarf á mestri þekju að halda. Svo vann ég farðann niður á kinn­ar og að kjálkalínu. Þar á eft­ir setti ég hylj­ara und­ir aug­un, augn­bein og und­ir auga­brún. Ég passa að setja lítið í einu og byggja frek­ar upp þekj­una. Til að full­komna heild­ar­út­litið á húðinni setti ég sólar­púðrið Terracotta Lig­ht frá Gu­erlain en það gef­ur fal­legt, skyggt en sól­kysst út­lit,“ seg­ir Dýr­leif.

„Á varirnar valdi ég Peptide-gloss frá GOSH því þeir eru …
„Á var­irn­ar valdi ég Pepti­de-gloss frá GOSH því þeir eru eitt það besta sem ég hef notað. Það mýk­ir var­irn­ar og gef­ur þeim glans án þess að þær klístrist,“ seg­ir Dýr­leif. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir

Hvað um aug­un?

„Á aug­un valdi ég brúna nátt­úru­lega tóna sem ég blandaði yfir augn­lokið og upp á augn­beinið. Ég setti brún­an augn­blý­ant yst á augn­lokið með litl­um væng til að stækka aug­un og í lok­in setti ég gyllt­an sanseraðan augnskugga á augn­lokið. Þegar ég var búin að setja augnskugg­ann á þá setti ég Noir G-maskar­ann á efri og neðri augn­hár­in. Ég valdi þenn­an maskara því hann gef­ur þykkt og ger­ir aug­un drama­tísk­ari án þess að draga úr lengd augn­hár­anna,“ seg­ir Dýr­leif.

Hvað um var­irn­ar?

„Á var­irn­ar valdi ég Pepti­de-gloss frá GOSH því þeir eru eitt það besta sem ég hef notað. Það mýk­ir var­irn­ar og gef­ur þeim glans án þess að þær klístrist.“

Terracotta-sólarpúðrið frá Guerlain frískar upp á andlitið.
Terracotta-sólar­púðrið frá Gu­erlain frísk­ar upp á and­litið.
„Í lokin notaði ég ljómapallettu á kinnbein, rétt undir augabrún …
„Í lok­in notaði ég ljómap­all­ettu á kinn­bein, rétt und­ir auga­brún og smá á augn­lokið fyr­ir smá aukaljóma,“ seg­ir Dýr­leif. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir

Fal­leg og nátt­úru­leg húð lyk­il­atriði í ferm­ing­ar­förðun

„Þegar kem­ur að ferm­ing­ar­förðun er fal­leg húð lyk­il­atriði. Ég notaði rakakrem frá Nip+Fab, Hyaluronic Fix Extreme Hybrid Gel cream en út í það blandaði ég nokkr­um drop­um af Hyaluronic Fix Extreme concentra­de. Með því að blanda þessu sam­an verður til al­ger raka­bomba,“ seg­ir Dýr­leif.

Brúnn maskari fer Júníu vel.
Brúnn maskari fer Jún­íu vel. Ljós­mynd/​Re­bekka Marinós­dótt­ir

Hvað um farða?

„Jún­ía er með ótrú­lega fal­lega húð og þarf ekki mikla þekju þannig að ég blandaði nokkr­um drop­um af Hydramatt-farðanum frá GOSH út í Hydraplay-kremið frá El­iza­beth Arden. Hydraplay veit­ir raka en gef­ur semímatta áferð. Þarna var ég kom­in með áferð eins og á lituðu dag­kremi. Ég setti síðan smá hylj­ara und­ir aug­un og á þá staði sem vantaði ögn meiri þekju. Í skygg­ingu notaði ég krem-bronzer og krem­kinna­lit til að halda ljóm­an­um,“ seg­ir Dýr­leif.

Hvað um aug­un?

„Ég setti Eyeconic á aug­un. Það er frá­bær vara en á öðrum end­an­um er matt­ur brúnn kremaugnskuggi sem helst ótrú­lega vel á, en á hinum end­an­um er glimmer liner. Við völd­um brún­an maskara svo augn­hár­in fengju að skína en ekki taka frá augn­förðun­inni,“ seg­ir Dýr­leif.

Hvað um var­irn­ar?

„Ég notaði litaðan vara­sal­va á var­irn­ar.“

Hvernig toppaðir þú förðun­ina?

„Í lok­in notaði ég ljómap­all­ettu á kinn­bein, rétt und­ir auga­brún og smá á augn­lokið fyr­ir smá aukaljóma.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda