Dýrleif Sveinsdóttir förðunarfræðingur farðaði mæðgurnar Helenu Þóru Finnbogadóttur og Júníu Isabellu Gargiulo. Hún notaði ólíkar förðunarvörur á mæðgurnar því fermingarstúlka þarf allt aðrar húðvörur í andlitið en móðir sem er komin yfir fimmtugt.
Dýrleif byrjaði á því að farða Helenu.
„Ég byrjaði á því að undirbúa húðina vel en ég valdi að nota Shiseido-húðvörur.
Fyrsta skrefið var að baða andlitið upp úr Eudermine Activating Essence en með þessari vöru nær húðin fullkomnu jafnvægi. Næst bar ég Benefiance-augnkremið undir augun og á augnbeinið en þetta krem dregur úr fínum línum, minnkar hrukkur og er æðislegt undir hyljara því áferðin er kremuð en létt á sama tíma. Á húðina valdi ég eins og svo oft áður Vital Perfection-andlitskremið en það gefur fyllingu, lyftir og er á sama tíma fullkominn grunnur undir farða,“ segir Dýrleif sem vildi hafa húð Helenu ferska og ljómandi.
„Synchro Skin Radiant Lifting-farðinn frá Shiseido hentar vel fyrir konur á Helenu aldri. Ég byrjaði á að setja farðann þar sem húðin þarf á mestri þekju að halda. Svo vann ég farðann niður á kinnar og að kjálkalínu. Þar á eftir setti ég hyljara undir augun, augnbein og undir augabrún. Ég passa að setja lítið í einu og byggja frekar upp þekjuna. Til að fullkomna heildarútlitið á húðinni setti ég sólarpúðrið Terracotta Light frá Guerlain en það gefur fallegt, skyggt en sólkysst útlit,“ segir Dýrleif.
Hvað um augun?
„Á augun valdi ég brúna náttúrulega tóna sem ég blandaði yfir augnlokið og upp á augnbeinið. Ég setti brúnan augnblýant yst á augnlokið með litlum væng til að stækka augun og í lokin setti ég gylltan sanseraðan augnskugga á augnlokið. Þegar ég var búin að setja augnskuggann á þá setti ég Noir G-maskarann á efri og neðri augnhárin. Ég valdi þennan maskara því hann gefur þykkt og gerir augun dramatískari án þess að draga úr lengd augnháranna,“ segir Dýrleif.
Hvað um varirnar?
„Á varirnar valdi ég Peptide-gloss frá GOSH því þeir eru eitt það besta sem ég hef notað. Það mýkir varirnar og gefur þeim glans án þess að þær klístrist.“
„Þegar kemur að fermingarförðun er falleg húð lykilatriði. Ég notaði rakakrem frá Nip+Fab, Hyaluronic Fix Extreme Hybrid Gel cream en út í það blandaði ég nokkrum dropum af Hyaluronic Fix Extreme concentrade. Með því að blanda þessu saman verður til alger rakabomba,“ segir Dýrleif.
Hvað um farða?
„Júnía er með ótrúlega fallega húð og þarf ekki mikla þekju þannig að ég blandaði nokkrum dropum af Hydramatt-farðanum frá GOSH út í Hydraplay-kremið frá Elizabeth Arden. Hydraplay veitir raka en gefur semímatta áferð. Þarna var ég komin með áferð eins og á lituðu dagkremi. Ég setti síðan smá hyljara undir augun og á þá staði sem vantaði ögn meiri þekju. Í skyggingu notaði ég krem-bronzer og kremkinnalit til að halda ljómanum,“ segir Dýrleif.
Hvað um augun?
„Ég setti Eyeconic á augun. Það er frábær vara en á öðrum endanum er mattur brúnn kremaugnskuggi sem helst ótrúlega vel á, en á hinum endanum er glimmer liner. Við völdum brúnan maskara svo augnhárin fengju að skína en ekki taka frá augnförðuninni,“ segir Dýrleif.
Hvað um varirnar?
„Ég notaði litaðan varasalva á varirnar.“
Hvernig toppaðir þú förðunina?
„Í lokin notaði ég ljómapallettu á kinnbein, rétt undir augabrún og smá á augnlokið fyrir smá aukaljóma.“